Aðventuhátíðir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fyrsta sunnudag í aðventu 2011

1. sunnudagur í aðventu - Spádómskertið. Kerti vonarinnar. Þetta kerti minnir okkur á þá spádóma sem lesa má í Biblíunni um komu Jesú. Löngu áður en Jesús fæddist hafði verið spáð fyrir um fæðingu hans. Í Gamla testamentinu má lesa um frásagnir spámannsins.
Jesaja (Js 7.14, Js 9.2, 6) - www.kirkjan.is - Guðný Hallgrímsdóttir

Árbæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00

Prestar Árbæjarkirkju þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Krisztine Kalló Szklenár. Guðmundur Haf- steinsson leikur á trompet og Einar Clausen syngur.

Eftir guðsþjónustuna er kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafnað- ar og líknarsjóðsins til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Líknar- sjóð kvenfélags Árbæjarkirkju skipa einvalalið kvenna sem ár hvert fara á milli fyrirtækja leita af vörum í líknarsjóðshappdrætt- ið. Ánægjulegt er hversu mjög mörg fyrirtæki eru tilbúin að leggja fram vörur til þess að mega mögulega létta undir með þeim sem eru þurfandi í allsnægtasamfélagi okkar. 

 

Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært þótt ekki nema koma í fáeinar mínútur og kaupa miða. Allur afrakstur happdrættisins rennur til góðgerðarmála.

Breiðholtskirkja: Aðventukvöld kl. 20.00

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, sem miðuð er við alla fjöl-skylduna: Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjórn organistans, Arnar Magnússonar. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng og stúlknatríó úr unglingastarfinu syngur.

Fermingarbörn flytja stutta dagskrá um aðventukransinn og Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, flytur aðventuhugleiðingu. Hátíðinni lýkur með helgistund við kertaljós þar sem börnin leiða sönginn.

Að samkomunni lokinni er hægt að kaupa heitt súkkulaði og smákökur vægu verði til styrktar safnaðarstarfinu. (Ókeypis fyrir ófermd börn.) Einnig munu fermingarbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

 

Aðventusamkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undirbúnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins.

Digraneskirkja: Aðventuhátíð kl. 20.00

Aðventuhátíð verður með kór Digraneskirkju og hefst hún kl. 20. Tónleikar með einsöng og fjölbreyttum tónlistaratriðum. Hugleiðingu flytur sr. Magnús Björn Björnsson.

Kaffisala í safnaðarsal til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Veitingar bjóða Digranessöfnuður og Reynisbakarí.

 


Fella- og Hólakirkja: Aðventukvöld kl. 20.00

Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson leiðir stundina. Kirkju- kórinn og Listasmiðjan Litróf syngja og leiða almennan safnaðar- söng undir stjórn þeirra Guðnýjar Einarsdóttur og Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Guðfræðingurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Kjartansson flytur hugleiðingu.

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar eftir stundina.

 


Grafarvogskirkja: Aðventuhátíð kl. 20.00

Umsjón hafa allir prestar og djákni safnaðarins. Davíð Þór Jóns- son guðfræðingur flytur hugvekju. Kirkjukórinn, Vox Populi og Barnakór Hamraskóla syngja undir stjórn Hákons Leifssonar og Guðlaugs Viktorssonar. Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs leika á harmónikkur. Organisti er Hákon Leifsson.

 


Hjallakirkja: Aðventuhátíð kl. 13.00

Aðventuhátíð fjölskyldunnar er hátíð sem fagnar komu aðvent- unnar með börnum og foreldrum. Þó að stundin miðist við yngstu kynslóðina þá er hún opin öllum fjölskyldumeðlimum, ungum sem öldnum. Á þessari hátíð ætlum við að eiga notalega stund þar sem áhersla er lögð á að undirbúa jólin saman.

Við syngjum jólalög og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukrans- inum. Síðan færum við okkur inn í safnaðarsal og föndrum saman jólakort, litum jólamyndir og sjáum jólaþátt af Hafdísi og Klemma sem börnin í sunnudagaskólanum þekkja vel.

 

Svo verður öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Við hvetjum fjölskyldur til að kíkja við í Hjallakirkju næsta sunnudag og hefja aðventuna á góðan og uppbyggilegan hátt. Verið hjartanlega velkomin.

Lindakirkja: Aðventukvöld kl. 20.00

Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Fjöldi einsöngvara kemur fram. Sérstakur gestur tónleikanna er Gréta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari. Flutt verður hugleiðing og lesnir ritningarlestrar. Lesarar eru: Bernharður Guðmundsson og Hanna Sóley Helgadóttir.

Ókeypis er inn á tónleikana en tekin verða samskot til innan- landsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Allir velkomnir.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Barnastarf þjóðkirkjunnar