Kynning á frambjóðendum til Kirkjuþingskosningar árið 2010:   

Inga Rún Ólafsdóttir

Víkurbakka 2, 109 Reykjavík - Tilnefnd af Breiðholtssókn

Ég heiti Inga Rún Ólafsdóttir og býð fram krafta mína, sem fulltrúi Reykjavíkurpófastsdæmis eystra, á kirkjuþing.

Þó að ég hafi aðeins setið eitt ár í sóknarnefnd Breiðholtskirkju þá hefur það verið mjög lærdómsríkt. Við hjónin tökum bæði virkan þátt í safnaðarstarfinu og höfum verið að kynnast innra starfi kirkjunnar og því góða og öfluga fólki sem þar þjónar og því metnaðarfulla starfi sem þar fer fram.

Það er mjög mikilvægt á þessum erfiðu tímum í lífi þjóðar okkar að standa vörð um kirkjuna, hlutverk hennar og þá þjónustuna sem hún veitir. Á sama tíma og gríðarlegt tekjufall og niðurskurður dynur á kirkjunni eins og öðrum stofnunum samfélagsins þá hefur þjóðin sjaldan þurft eins mikið á henni að halda og einmitt nú.

Þjóðin þjáist sökum afleiðinga efnahagshrunsins og horfir upp á þjóðfélag, sem eitt sinn þótti fremst meðal þjóða, niðurlægt. Þjóðfélag þar sem tvíeykið spilling og græðgi fengu óáreitt að leika lausum hala og ræna þjóðina auð og æru.

Það er ærið verk að byggja aftur upp samfélag sem þolað hefur annað eins efnahagslegt og siðferðilegt niðurbrot. Með trúna að vopni og aldalanga reynslu í því að takast á við hamfarir af ýmsu tagi, á kirkjan að vera í fararbroddi í því uppbyggingarstarfi.

Fái ég til þess umboð mun ég ekki láta mitt eftir liggja.

Fjölskylda:

Ég er fædd í Reykjavík 3. maí 1963. Eiginmaður minn er Steinar Bjarni Val Sigvaldason, prentstjóri. Við eigum tvö börn, Vigni Val (f. 1989) og Valdísi (f. 1990).

Starfsferill:

Frá september 2008: Sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og framkvæmdastjóri Launanefndar sveitarfélaga.

Janúar 2000 - september 2008: Huggarður, framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu 6 stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna.

Námsferill:

2009: Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Diplómapróf í mannauðsstjórnun.

2007: Harvard Law School. Negotiating Labor Agreements.

1988: Háskóli Íslands. BA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði.

1983: Menntaskólinn í Reykjavík. Stúdentspróf.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar