Lofið börnunum að koma til mín
- Mömmumorgunn í Árbæjarkirkju

 

 

 

 

 

 

 

 

• 9. apríl 2008:

Leyfið börnunum að koma til mín - Mömmumorgunn í Árbæjarkirkju

Síðustu tvo áratugi hefur kirkjan boðið upp á svokallaða mömmumorgna í kirkjum prófastsdæmisins og hefur aðsókn alltaf verið góð og verið styrkur fyrir nýorðnar mæður að hitta aðrar mæður og ræða hin ýmsu mál. Vefari hefur að undanförnu verið á ferðinni í kirkjurnar með myndavélina og tekið myndir af mömmumorgnum og starfi aldraðra, sem verða birtar hér á vefnum næstu daga og vikur.

Við byrjum myndasyrpu okkar í Árbæjarkirkju, en á þriðjudagsmorgnum klukkan 10 mæta mæðurnar í hverfinu með börnin, yngri sem eldri og spjalla saman, syngja eða fá námskeið í einhverju sem að gagni gæti komið. Það er afslappað andrúmsloftið þar og alltaf bætast nýjar mæður í hópinn.

Þegar vefstjóri heimsótti þau voru börnin í aðalhlutverki og léku sér við hvern sinn fingur - en eitt barnið svaf vært við innganginn. Næstu daga munu svo koma aðrar myndasyrpur, t.d. frá mömmu- morgnum í Lindakirkju og Seljakirkju, auk þess sem starfsemi aldraðra í kirkjunum verður heimsótt.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar