Litið inn hjá kirkjustarfi aldraðra í Fella- og Hólakirkju

 

 

 

 

 

 

• 16. febrúar 2009:

Litið inn hjá kirkjustarfi aldraðra í Fella- og Hólakirkju

Þegar við heimsóttum kirkjustarfið í Fella- og Hólakirkju á þriðjudaginn í síðustu viku, var verið að skila vist og var erfitt að sjá hvort það væri betra að gefa eða þiggja - spilin, enda kann vefarinn ekki neitt að spila. Á meðan Kristín Ingólfsdóttir var að gera klárt fyrir kaffið á eftir, læddist ég inn til að smella af nokkrum myndum.

Kirkjustarfið í Fella- og Hólakirkju er mjög gott og aðsókn alltaf verið fín en núna í haust jókst aðsóknin í kirkjustarf aldraðra og vert að fagna því. Ef einhverjir vilja taka þátt í starfinu, er þeim bent á að hika ekki við að kíkja inn og gefa sig á tal við einhvern, t.d. hana Kristínu.

Þarna á einu borðinu var hún Sigurborg, en hún er búin að taka þátt í kirkjustarfi aldraðra frá upphafi. Ég ákvað að smella einni sérmynd af henni, til að sýna í nærmynd hvað spennan getur verið mikil, en samt ánægjuleg þegar tekið er spil með góðum vinum.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar