Börnin í Grafarvogssókn ljúka vetrarstarfinu með vorhátíð

 

 

 

 

 

 

 

 

• 17. maí 2011:

Börnin í Grafarvogssókn ljúka vetrarstarfinu með vorhátíð

Sunnudaginn 15. maí s.l. var síðasti sunnudagaskólinn í Grafarvogskirkju í vetur, en núna fer barnastarf og annað skipulagt kirkjustarf að fara í sumarfrí. Kyrrðarstundir verða þó áfram í hádegi á einhverjum stöðum og hugsanlegt eldri borgarastarf, en það á eftir að koma í ljós hvar það verður og verður þá sérstaklega kynnt hérna síðar.

Grafarvogssöfnuður var með mikla vorhátíð á sunnudaginn, þar sem mikið var sungið og jafnvel dansað í halarófu um kirkjuna. Nokkrir krakkar fengu að stjórna söng, hljóðfæraleikarar í Tónskóla Hörpunnar komu og léku fyrir krakkana - og svo komu Mikki refur og Lilli klifurmús í heimsókn, en þau sjástu stundum á vappi í Elliðarárdal á sumrin.

Ritstjóri vefsins fór með barnabörnin sín á vorhátíðina í Grafarvogskirkju og skemmtu þau sér vel eins og allir krakkarnir gerðu. Eftir messuna tók enn meiri skemmtun við, því fyrir utan kirkjuna var búið að koma fyrir hoppikastala og risa-rennibraut með klifurneti. Jafnframt fengu öll börnin grillaðar pylsur í svanginn, sem safnaðarstjórn og starfsmenn kirkjunnar sáu um að grilla.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar