Mömmumorgnar eru skemmtilegir hjá ungabörnunum líka

• 20. október 2011:

Mömmumorgnar eru skemmtilegir hjá ungabörnunum líka

Ungbarnamorgnarnir eru ýmist kallaðir mömmumorgnar, foreldramorgnar eða pabbamorgnar í kirkjunum, en ættu í raun að kallast ungbarnamorgnar, því þeir snúast að mestu um þau. Allar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra bjóða upp á "mömmumorgna" og eru yfirleitt vel sóttir af foreldrum.

Annar ritstjórinn fór á flakk snemma einn morguninn og kom við í Fella- og Hólakirkju og Kópavogskirkju. Mömmurnar voru að mæta, en veðrið úti var ekki sem best, hávaðarok og rigning og því líklegt að ekki mundi verða fjölmennt þann daginn - en nokkrar mæður komu þó með börnin sín. Á meðan börnin ýmist sofa í vagninum fyrir utan eða leika sér innandyra, er nóg að tala um hjá þeim fullorðnu. Stundum fá þau gestafyrirlesara í heimsókn, sem fræða þau um eitthvað varðandi börnin, eða kynna vörur og þjónustu.

Eftir stuttan stans á báðum stöðum og kaffibolla, þakkaði hann pent fyrir og hélt sína leið út í rokið og rigninguna. Við hvetjum foreldra, afa og ömmur að drífa sig með krílin og njóta félagslífsins sem þar er boðið upp á auk kaffibolla og meðlætis.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar