Héraðsfundur

 

Héraðsfundur er haldinn í maí ár hvert og auka-héraðsfundur að hausti, gjarnan í tengslum við málefni Kirkjuþings. Á héraðsfundi eru lagðar fram skýrslur um starfsemi prófastsdæmisins og reikningar safnaða og héraðssjóðs, auk fjárhagsáætlunar sjóðsins. Þá er fjallað um ýmis málefni sem varða starf kirkjunnar í prófastsdæminu. Kosningar fara fram þegar það á við.

 

• 1. júní 2011:

Ályktanir héraðsfundar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2011

Ályktun 1:

Ein af ráðstöfunum ríkisstjórnar gegn atvinnuleysi er eftirgjöf virðisaukaskatts á laun vegna viðhaldsvinnu fasteigna. Tilgangur þessara aðgerða var sá að auka atvinnu, hvetja til eðlilegs viðhalds og halda launagreiðslum innan skattalaga. Ljóst er að aðgerðir þessar hafa náð til fleiri en einstaklinga. Söfnuðir hafa ekki notið þessara aðgerða og mun ástæða þess m.a. vera sú að ekki hefur verið eftir því leitað við stjórnvöld á formlegan hátt.

Héraðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, haldinn 26, maí 2011 í safnaðarheimilinu Borgum, krefst þess af kirkjustjórn og kirkjuráði að formlega verði farið fram á þau sjálfsögðu réttindi fyrir söfnuði sem hér er um rætt, og því máli fylgt eftir með ákveðni nú þegar.

Ályktun 2:

Héraðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, haldinn í Safnaðarheimilinu Borgum 26. maí 2011, lýsir yfir þungum áhyggjum af miklum niðurskurði á sóknargjöldum undanfarin ár og kallar eftir að sú skerðing verði markvisst leiðrétt á næstu árum.

Það er öllum ljóst að margar stofnanir samfélagsins hafa þurft að taka á sig einhverjar skerðingar á rekstrarfé vegna bankahrunsins, en skerðing á sóknargjöldum hefur þó verið hlutfallslega mun meiri en flestar stofnanir samfélagsins hafa þurft að takast á við. Eru sóknargjöldin þannig nú aðeins um 67% af því sem þau hefðu verið ef ríkisvaldið hefði ekki gripið inn með skerðingum á þeim.

Einnig skal á það minnt að með þessari aðgerð hefur ríkisvaldið í raun verið að seilast beint í félagsgjöld safnaðanna sem sóknargjöldin sannarlega eru. Hefur þessi skerðing þegar raskað fjárhag margra safnaða í prófastsdæminu verulega og jafnvel gert þeim ókleift að standa við fjárskuldbindingar sínar, auk þess sem hún hefur komið alvarlega niður á þjónustu við alla þá aldurs- og þjóðfélagshópa, sem til kirkjunnar leita og þiggja þjónustu hennar.

Fundurinn hvetur ríkisstjórn, alþingismenn, kirkjuráð, kirkjuþing, söfnuði landsins og allt áhugafólk um trúar- og menningarstarf að standa vörð um sóknargjöldin þannig að söfnuðir landsins geti áfram sinnt því mikilvæga trúar-, sálgæslu- og menningarstarfi sem þeir nú annast.

 

• 18. maí 2010:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2011

Boðað til héraðsfundar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sem að þessu sinni verður haldinn í Borgum, safnaðarheimili Kársnessóknar, fimmtudaginn 26. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.30 og gert er ráð fyrir að honum ljúki ekki síðar en kl. 22.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá sóknarprestsins í Kópavogskirkju, en síðan verður fundur settur í safnaðarheimilinu þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, framlagning starfsskýrslna og reikninga,afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál. Sjá nánar þar um í meðfylgjandi dagskrá fundarins.

Kvöldverður í boði prófastsdæmisins.

Á héraðsfund eiga að mæta:

  1. þjónandi prestar í prófastsdæminu
  2. tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra
  3. djáknar, starfandi í prófastsdæminu
  4. kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins
  5. fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo: Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt. Vil ég því biðja þig að vekja athygli á fundinum í söfnuði þínum og hvetja fólk til þátttöku. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. b-lið hér að ofan, og starfandi prestar og djáknar.

Dagskrá:

  1. Helgistund í Kópavogskirkju
  2. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Ársskýrsla prófasts
  4. Kvöldverður
  5. Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2010
  6. Fjárhagsáætlun Héraðssjóðs fyrir árið 2012
  7. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar
  8. Starfsskýrslur:
    • Starfsskýrslur og ársreikningar sókna
    • Ellimálaráð
    • Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
    • Skýrslur héraðspresta
    • Hjálparstarf kirkjunnar
    • Kristniboðssamband
    • Þorvaldur Halldórsson
    • Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
    • Leikmannastefna
    • Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR)
  9. Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
  10. Kosningar:
    • Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára
    • Tveir skoðunarmenn reikninga héraðssjóðs og varamenn þeirra til tveggja ára
    • Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og varamaður hans
    • Fimm fulltrúar á Leikmannastefnu til fjögurra ára og fimm til vara
  11. Önnur mál.
  12. Fundarslit

Áætlaður fundartími frá kl. 17:30 – 22:00

 

• 29. október 2010:

Ályktun aukahéraðsfundar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2010

Héraðsfundir Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra haldnir í Breiðholtskirkju og Neskirkju, fimmtudaginn 21. október 2010 þakka það góða samstarf sem söfnuðir borgarinnar hafa haft við skólana í áratugi þar sem velferð og hagur barnanna hefur ætíð verið hafður að leiðarljósi. Um leið mótmæla héraðsfundirnir framkominni tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar frá 12. október sl. sem lýtur að samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Fundirnir benda m.a. á úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu í þessu sambandi. En þar kemur fram, að það brjóti hvorki í bága við mannréttindi né sé um mismunun að ræða þótt trúar- eða lífsskoðunarfélög séu í samstarfi við grunn- eða leikskóla enda sé það samstarf ávallt á forsendum skólans.

Sjá hér ályktunina í heild - PDF-form

 

• 18. október 2010:

Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
- 21. október 2010 í Breiðholtskirkju

Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 21. október n.k. og hefst kl. 17.30.

Meginefni þessa fundar verður m.a.  lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010; safnaðarstarfið í ljósi efnahagsástandsins; svæðasamstarfið og síðan verða umræður um mál kirkjuþings 2010.

Á héraðsfund eiga að mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi úr hverri sókn, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá presta Guðríðarkirkju, en síðan verður fundur settur þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, framlagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál.

Þá mæta líka úr prófastsdæminu allir starfandi djáknar, kirkjuþingsmenn og fulltrúar þess á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir að starfsmönnum sókna og prófastsdæmis, svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni sé heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt.

 

• 25. maí 2010:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2010

Miðvikudaginn 26. maí verður héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra haldinn í Guðríðarkirkju kl. 17:30.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá presta Guðríðarkirkju, en síðan verður fundur settur þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, framlagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál.

Dagskrá:

  1. Helgistund
  2. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Ársskýrsla prófasts
  4. Kvöldverður
  5. Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2009
  6. Fjárhagsáætlun Héraðssjóðs fyrir árið 2010 endurskoðuð
  7. Fjárhagsáætlun Héraðssjóð fyrir árið 2011
  8. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar
    • Starfsskýrslur:
    • Starfsskýrslur og ársreikningur sókna
    • Ellimálaráð
    • Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
    • Skýrslur héraðspresta
    • Hjálparstarf kirkjunnar
    • Kristniboðssamband
    • Þorvaldur Halldórsson
    • Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
    • Leikmannastefna
    • Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR)
  9. Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
  10. Kosningar:
    • Leikmaður og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára
  11. Önnur mál.
  12. Fundarslit

Áætlaður fundartími frá kl. 17:30 – 22:00

 

• 23. maí 2009:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2009

Miðvikudaginn 27. maí verður héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra haldinn í Lindakirkju kl. 17:30.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá presta Lindakirkju, en síðan verður fundur settur þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, framlagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál.

Dagskrá:

  1. Helgistund
  2. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Ársskýrsla prófasts
  4. Kvöldverður
  5. Ársreikningur Héraðssjóðs fyrir árið 2008
  6. Fjárhagsáætlun Héraðssjóð fyrir árið 2010
  7. Umræður og afgreiðsla ársreikninga og fjárhagsáætlunar
    • Starfsskýrslur:
    • Starfsskýrslur og ársreikningur sókna
    • Ellimálaráð
    • Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
    • Skýrslur héraðspresta
    • Hjálparstarf kirkjunnar
    • Kristniboðssamband
    • Þorvaldur Halldórsson
    • Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
    • Leikmannastefna
    • Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum ÆSKR
  8. Umræða um mál frá Kirkjuþingi, Kirkjuráði, Prestastefnu og Leikmannastefnu
  9. Kosningar:
    • Prestur og varamaður hans í héraðsnefnd til tveggja ára
    • Tveir skoðunarmenn reikninga héraðssjóðs og varamenn þeirra til tveggja ára
    • Fulltrúi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára og varamaður hans
  10. Önnur mál.
  11. Fundarslit

 

Aukahéraðsnefndarfundur Reykjavíkurprófastsdæmis
í Breiðholtskirkju 2. október 2008:

Dagskrá fundarins:

  1. Undirbúningur fyrir Kirkjuþing
  2. Fjárhagsáætlun prófastsdæmisins
  3. Svæðissamstarf í prófastsdæminu
  4. Önnur mál

 

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
- haldinn í Árbæjarkirkju 26. maí 2008:

 

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
- haldinn í Seljakirkju 24. maí 2007:

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar