Hvað er Ellimálaráð?

 

Ellimálaráð var stofnað árið 1982 á “Ári aldraðra.” Gísli Sigurbjörnsson forstjóri á Grund gaf peningaupphæð til Reykjavíkurprófastsdæmis, en þá var Reykjavíkurprófastsdæmi eitt.

 

Hann óskaði eftir að þessum peningum yrði varið til að koma á fót markvissu starfi fyrir eldra fólk, en vísir að slíku starfi var þá hafinn í nokkrum kirkjum. Nú eru Reykjavíkurprófastsdæmin tvö og reka saman Ellimálaráð. Hr. Ólafur Skúlason biskup sem þá þessum tíma var dómprófastur stóð fyrir stofnun Ellimálaráðs.

 

Fyrsti formaður var Sigríður Jóhannsdóttir þjónustfulltrúi í Langholtskirkju sem nú er látin. Kirkjustarf eldri borgara hófst í Neskirkju og fljótlega þar á eftir í fleiri kirkjum s.s. Bústaðakirkju og Langholtskirkju.

 

Tilgangur

Tilgangur þess að stofna Ellimálaráð var að gera kirkjustarf eldri borgara markvissara og einnig að kirkjurnar hefðu samband og samvinnu um það sem er í boði hverju sinni. Nú er kirkjustarf eldri borgara í öllum kirkjum og tekur starfið mið af fjölda eldri borgara í hverri sókn og einnig hvað annað er í boði í hverfinu. Það er lögð mikil áhersla á að hafa gott samband við félagsmiðstövar eldri borgara í þeim hverfum sem þær eru. Einnig við heilsugæslustöðvarnar og heimahjúkrun.

 

Ellimálaráð heldur fundi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða og stendur fyrir ýmsum námskeiðum og ráðstefnum sem að gagni koma í þessu starfi. Einnig eru sameiginlegar guðsþjónustur fjórum sinnum á ári. Þær eru á virkum dögum og auglýstar á öllum stöðum þar sem eldra fólk kemur saman. Í kirkjum, félagsmiðstöðvum, sundstöðum o.fl.

 

Orlof eldri borgara

Á hverju sumri hefur E.R. í samvinnu við Ellimálanefnd Þjóðkirjunnar og Löngumýrarskóla rekið orlof eldri borgara á Löngumýri. Þar dvelja þrír hópar og framkvæmdastjóri Ellimálaráðs ásamt einum starfsmanni halda utan um það starf. Samtals geta u.þ.b. 90 manns dvalið á Löngumýri í þessum 3 hópum.

 

Í stjórn Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma eru nú:

  • Edda Jónsdóttir
  • Grafarvogaskirkju,formaður.
  • Þórdís Ásgeirsdóttir,
  • Háteigskirkju,ritari.
  • Kristín Ingólfsdóttir,
  • Fella og Hólakirkju,gjaldkeri.
  • Guðný Björnsdóttir,
  • Laugarneskirkju,meðstjórnandi.
  • Vilborg Edda Lárusdóttir,
  • Árbæjarkirkju,meðstjórnandi.
  • Valgerður Gísladóttir,
  • framkvæmdastjóri Ellimálaráðs.

 

Skrifstofa Ellimálaráðs er í Breiðholtskirkju við Þangbakka og er opin f.h. virka daga. Sími 567-4810 netfangið er:


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar