Námskeið og fyrirlestrar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

 

• 10. október 2011:

Málþing um kynferðislega misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi

Málþing verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. október n.k. kl. 10-13 um kynferðislega misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi. Aðgangur er ókeypis og mál- þingið er öllum opið.

Aðalfyrirlesari verður Rev. Dr. Marie M. Fortune, sem er guðfræðingur og vígður prestur í The United Church of Christ. Hún stofnaði FaithTrust Institute í Seattle árið 1977 og veitir henni forstöðu. FaithTrust stofnunin býður upp á þjálfun, ráðgjöf, kennslu og fræðsluefni í því markmiði að binda endi á kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi og hefur Fortune sinnt þessum verkefnum í fjölda landa, með ólíkri menningu og trúarbrögðum. Markmiðið með komu hennar til Íslands er að sem flestir njóti þekkingar hennar og reynslu.

Stutt erindi flytja: Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur við Landspítala; Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur og dósent við Lagadeild HÍ; Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari og stjórnarmaður Blátt áfram og Drekaslóðar; Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur og lektor við Guðfræði og trúarbragðafræðideild HÍ og Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og dósent við Guðfræði og trúarbragðafræðideild HÍ. Stjórnandi málþingsins er Elín Hirst, fréttamaður.

Heimsóknin er kostuð af Þjóðkirkjunni, Guðfræðistofnun HÍ, Forlaginu,  Kjalarnespróf- astsdæmi, Prestafélagi Íslands, Reykjavíkurprófastsdæmi Eystra og Reykjavíkurprófastsdæmi Vestra.    Nánari upplýsingar hér.

• 4. október 2011:

Að ná áttum og sáttum - sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilið fólk

Opinn fyrirlestur um hjónaskilnaði verður í Grafarvogskirkju fimmtudaginn, 6. október nk. kl. 20. Í framhaldi af fyrirlestrinum er boðið uppá samfylgd í hópum í fimm vikur. Hóparnir verða á fimmtudögum frá 20 - 22.

Umsjón hefur séra Guðrún Karlsdóttir og Linda Jóhannsdóttir. Hægt er að ská sig á fimmtudaginn eða í síma 587 9070 eða með netpósti til srgudrun@grafarvogskirkja.is.

• 2. október 2011:

„Hér stend ég“ - námskeið fyrir atvinnuleitendur 18-29 ára

Ertu í atvinnuleit og viltu fá aðstoð? Þér er boðið á námskeið. Námskeið fyrir atvinnu- leitendur 18-29 ára verður haldið í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju á tímabilinu 11. okt. til 24. nóv. 2011. Hér gefst gott tækifæri til að byggja sig upp, kynnast öðrum, finna og nýta hæfileika sína.

Námskeiðið, sem hefst 11. október, fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10.00 til 13.00. Allar nánari upplýsingar um nám- skeiðið og skráning á það er með netpósti á herstendeg@gmail.com eða í síma 893 1929.

• 17. september 2011:

Emmaus í Breiðholtskirkju - nærandi námskeið um lífið og trúna

Þriðjudaginn 4. október næstkomandi hefst svokallaða Emmaus-námskeið í Breiðholts- kirkju. Emmaus námskeiðið er fyrir öll þau sem áhuga hafa á kristindómnum og/eða vilja dýpka skilning sinn á kristinni trú. Á nám- skeiðinu er fjallað um ýmsa grundvallarþætti kristinnar trúar og leitast við að ræða af opnum huga það sem hún boðar. Lögð er áhersla á umræður og vangaveltur þátttak- enda og íhugað á hvaða hátt trúin tengist okkar daglega lífi.

Námskeiðið verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 18:30 til 20:30. Byrjað er með sameigin- legri hressingu og síðan er fræðsla og um- ræður. Kvöldinu lýkur með bæn og íhugun. Leiðbeinendur eru sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Af hverju Emmaus? Nafnið á námskeiðinu á rætur sínar að rekja til þorpsins Emmaus sem sagt er frá í Lúkasarguðspjalli. Lærisveinar Jesú voru á ferð til Emmaus eftir páskana og ræddu sín á milli það sem gerst hafði.

Þeir voru hugsandi eftir nýliðna atburði og höfðu um margt að ræða. Sjálfur Jesús slóst í för með þeim á göngunni en þeir áttuðu sig ekki á því í fyrstu hver hann væri.

Námskeiðið er í sex skipti á þriðjudagskvöld- um frá kl. 18:30-20.30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á námskeiðið fer fram í Breiðholtskirkju í síma 587 1500 eða með því að senda póst á netfangið okkar, sem er breidholtskirkja@kirkjan.is.

Græn kirkja - Málþing í Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 20. apríl 2010 kl. 17:30

Dagskrá málþingsins:

Kl. 17:30   Setning.

Kl. 17.45   Vatnið sem sakramenti - Dr. Sigríður Guðmarsdóttir.

Kl. 18:15   Græn kirkja - Sr. Lena Rós Matthíasdóttir.

Kl. 18:30   Veitingar.

Kl. 19:00   Hlýnun jarðar er mannréttindamál

- Árni Þorlákur Guðnason breytandi.

Kl. 19:15   Ljósaskrefin

- Margrét Björnsdóttir formaður umhverfisnefndar kirkjunnar.

Kl. 19:30   Umræður.

 

Bænin - farvegur blessunar í lífi og starfi - 9. febrúar 2010

Þriðjudaginn 9. febrúar n.k. verður haldið í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju námskeið undir yfirskriftinni ”Bænin - farvegur blessunar í lífi og starfi”. Fjallað verður um bænin bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Kynntar verða ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig við getum eignast innihaldsríkt bænalíf í önnum og amstri dagsins. Einnig verður fjallað um hvernig bænin og bænalíf tengist starfi okkar í kirkjunni.

Námskeiðið er haldið í samstarfi Reykjavíkurprófastsdæma og Fræðslusviðs Biskupsstofu. Eruð þið hvött til að merkja nú þegar við þetta þriðjudagssíðdegi og taka þátt í námskeiðinu sem veitir okkur leiðsögn og uppbyggingu í starfi okkar í kirkjunni.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Kl. 18:00   Helgistund.

Dagskrá vorsins kynnt.

Kl. 18.15   Námskeið IV: Að starfa í kirkjunni.

Bænin – farvegur blessunar í lífi og starfi. Fjallað verður um bænin bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Kynntar verða ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig við getum eignast innihaldsríkt bænalíf í önnum og amstri dagsins. Einnig verður fjallað um hvernig bænin og bænalíf tengist starfi okkar í kirkjunni.

Umsjón: Sr. Bryndís Malla Elídóttir héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Kl. 19:15   Kvöldverður – súpa og brauð.

Kl. 19:45   Námskeið IV frh: Að starfa í kirkjunni.

Bænin – farvegur blessunar í lífi og starfi.

Kl. 21:00   Námskeiðslok.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram í síma 528 4000 hjá Kristínu Arnardóttur á Fræðslusviði Biskupsstofu eða með tölvupósti á kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Með blessunaróskum,

Irma Sjöfn Óskarsdóttir

verkefnisstjóri á Biskupsstofu

 

Að ná áttum og sáttum - Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda 4. febrúar 2010

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda hefst fimmtudaginn 4. febrúar með opnum fyrirlestri um skilnaði og áhrif þeirra.

Þá verður boðið upp á sjálfstyrkingarhóp sem mun hittast einu sinni í viku í sjö vikur.

Umsjón hafa sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Langholtskirkju.

Skráningar í Grafarvogskirkju í síma 587 9070 og í srgudrun@grafarvogskirkja.is og arna.yrr.sigurdardottir@kirkjan.is.

 

Málþing í Breiðholtskirkju - er kirkjan fjölnota hús?

Málþing verður haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra fimmtudaginn 15. október kl. 17:30 í Breiðholtskirkju. Þar verður fjallað um kirkjuna, notkun hennar í víðu samhengi og þeirri spurningu svarað hvort kirkjan sé fjölnota hús.

Málþingið er öllum opið en er ekki síst ætlað þeim sem þjóna og starfa innan kirkjunnar hvort sem er við helgihaldið, við kirkjuvörslu eða í sóknarnefnd.

Dagskrá:

Kl. 17:30   Setning sr. Gísli Jónasson prófastur

Kl. 18:40   Sr. Kristján Valur Ingólfsson formaður helgisiðanefndar kirkjunnar:

Helgirými. Hvað er það? Er það staður þar sem allt er leyfilegt þó ekki sé allt gagnlegt?

Kl. 18:10   Hörður Áskelsson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar:

Tónlist í kirkjunni. Er ein tónlist betri en önnur?

Kl. 18:40   Léttar veitingar

Kl. 19:00   Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar:

Kirkja og safnaðarheimili – ábyrgð og samstarf.

Kl. 19:10   Sigríður Eggert Kaaber leikari og leikstjóri:

Að setja upp leiksýningu í kirkju.

Kl. 19:20   Sigríður Eggert Kaaber leikari og leikstjóri:

Umræður og fyrirspurnir.

 

Námskeið fyrir leikskólakennara og starfsfólk á leikskólunum

Námskeið fyrir leikskólakennara og starfsfólk á leikskólunum í Breiðholti verður haldið í Seljakirkju fimmtudaginn 30. október kl. 17:30.

Námskeiðið er þáttakendum að kostnaðarlausu auk þess sem kirkjan býður upp á kvöldmat. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 27. október í síma Breiðholtskirkju 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is.

Dagskrá:

Kl. 17:30   Það vex sem að er hlúð

- sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

- Umræður og fyrirspurnir.

Kl. 18:15   Matarhlé.

Kl. 18:45   Árangursríkt uppeldi

– Haukur Haraldsson, sálfræðingur

- Umræður og fyrirspurnir.

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar í vetur sem prestur í Árbæjarkirkju og hefur á undanförnum árum haldið fjölmörg námskeið um sjálfstyrkingu. Hún hefur verið leiðbeinandi á námskeiðinu Konur eru konum bestar um árabil og er höfundur að sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir unglinga sem hún hefur haldið víða um land bæði innan kirkjunnar og í skólum.

Haukur Haraldsson er sálfræðingur hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðar auk þess að reka eigin stofu. Hann hefur starfað mikið með börnum og unglingum og var um árabil sálfræðingur á BUGL. Hann hefur haldið þó nokkra fyrirlestra sem miða að aðstoð eða stuðningi við börn og uppalendur.

 

Námskeið í Skyndihjálp í Hjallakirkju

Þann 10. október frá kl. 17:00 til 21:00 verður haldið námskeið í Skyndihjálp í Hjallakirkju. Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, starfsfólki safnaða, sóknarnefndafólki og sjálfboðaliðum í starfi kirknanna.

Skráning í síma 567 4810, fyrir hádegi eða hjá .

 

Námskeið fyrir meðhjálpara og kirkjuverði 3.-4. okt. 2008
í samvinnu við Reykjavíkurprófastdæmin

Staður: Breiðholtskirkja.

Skráning: og í síma 567 4810.

Tími:

Föstudagur 3. október kl. 17:00 – 21:00
Laugardagur 4. október kl. 9:30 – 13:30

Aðferð: Inngangserindi um hvert tema, síðan fyrirspurnir og umræður.

Temu námskeiðs:

  • Um kirkjuhúsið, helga gripi og hið helga rými
  • Tákn og atferli
  • Saga og grundvöllur meðhjálparaembættisins
  • Meginviðfangsefni meðhjálparastarfanna
  • Umhirða og varsla skrúða og kirkjugripa
  • Guðsþjónusta safnaðarins og verkefni þeirra sem að henni þjóna

Föstudagur 3. október

kl. 17:00   Kynning námskeiðs og þátttakenda
kl. 17:15   Um kirkjuhúsið, helga gripi og hið heilaga rými
kl. 18:00   Tákn kirkju og trúarlífs, atferli prests og safnaðar
kl. 19:00   Súpa og samtal
kl. 19:45   Meðhjálpari og kirkjuvörður. Hlutverk, saga og siðir.
kl. 20.15   Helstu störf meðhjálpara og baksvið þeirra

Laugardagur 4. október

kl. 09:30   Umhirða skrúða og kirkjutextíla
kl. 10:15   Umhirða altarisgripa og annarra eðalmálma
kl. 11:00   Guðsþjónustur kirkjunnar, og hlutverk og verkefni þeirra sem að henni þjóna
kl. 12:00   Matarhlé
kl. 12:30   Starfsfólk kirknanna og þjónusta þess. "Andlit kirkjunnar."
kl. 13:15   Námskeiðslok

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar