Hátíðarmessa á Pálmasunnudag í Fella- og Hólakirkju

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

• 17. mars 2008:

Fjölsótt föstuguðsþjónusta eldri borgara

Það var fallegt veðrið í gær, á Pálmasunnudag þegar sóknarbörn Fella- og Hólakirkju fögnuðu 20 ára afmælis kirkju sinnar. Kirkjan var þéttsetin yngri sem eldri sóknarbörnum og mörg þeirra hafa verið í sókninni frá upphafi.

Í upphafi hátíðarmessu afhenti formaður Kvenfélagsins Fjallkonunnar, Hildigunnur Gestsdóttir kirkjunni djáknstólu að gjöf.

Biskupinn yfir Íslandi, Herra Karl Sigurbjörnsson annaðist predikun og sóknarprestarnir Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Sr. Svavar Stefánsson önnuðust messuhald ásamt Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. Meðhjálparar voru Jóhanna Freyja Björnsdóttir og Krístín Ingólfsdóttir og trompetleikarar voru Guðmundur Hafsteinsson og Daníel Geir Sigurðsson.

Biskupinn yfir Íslandi, Herra Karl Sigurbjörnsson annaðist predikun. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju söng og organistarnir, Guðný Einarsdóttir og Lenka Mátéová léku undir.

Að lokinni messu buðu söfnuðirnir kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar