Syngjandi samvera aldraðra í Kópavogskirkju• 10. apríl 2008:
Syngjandi samvera aldraðra í KópavogskirkjuVefstjóri er á faraldsfæti á milli safnaða prófastsdæmisins og tekur myndir af starfinu. Fjölmargir halda að kirkjurnar standi auðar og lokaðar á milli sunnudagsguðsþjónusta, en það er alls ekki raunin. Því fyrir utan hefðbundna trúarstarfsemi sem bæði er á daginn og á kvölin á virkum dögum, þá er kirkjan lifandi alla daga, eins og þið sáuð í síðustu myndasyrpu af mömmumorgni í Árbæjar- kirkju. Næstu vikur mundum við halda áfram að birta myndir af heimsóknum okkar á mömmumorgna vera líka með myndasyrpur af samverustundum eldri borgara í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, auk annarra heimsókna þar sem viðburðir eru að gerast. Fyrsta heimsókn okkar er á samverustund aldraðra er í safnaðarheimili Kópavogskirkju, sem nefnist Borgir, en það er skammt vestan við kirkjuna og skemmtilegur göngustígur tengir félagsheimilið við kirkjuna. Þegar inn kom heyrðist hressilegur söngur hressra drengja og stelpna á besta aldri. Gleðin skein úr hverju andliti og var ekki laust við að það mætti sjá hjá þeim jafn barnslega gleði og hjá litlu börnunum á mömmumorgnum. Næst verðum við með myndir af heimsókn okkar til eldri borgara í Grafarvogskirkju og af mömmu- morgni í Seljakirkju.
|