Ungbarnamessa í lok vetrar í Fella- og Hólakirkju

 
 
 
 
• 23. apríl 2008:

Ungbarnamessa í lok vetrar í Fella- og Hólakirkju

Í vetur hefur Fella- og Hólakirkja haldið ungbarnasöngnámskeið fyrir 3ja mánaða til ein árs gömul börn. Umsjón með ungbarnasöngnámskeiðinu í vetur höfðu Guðný Einarsdóttir, organisti og Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarennari. Margir, sérstaklega yngri foreldrar, kannast vel við ungbarnasund, sem hefur verið vinsælt undanfarin ár, því vitað er að ungbörn eru sérstaklega móttækileg fyrir ýmsu á þessum aldri. Sóknarprestarnir sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson þjónuðu báðir í guðsþjónustunni. Auk þess var börnum sem voru fimm ára á árinu boðið sérstaklega til messunnar og fengu þau bók að gjöf.

Þegar vefstjóri frétti af þessari ungbarnamessu, vildi hann ekki fyrir nokkurn mun missa af þessu og ákvað því að sækja messuna klukkan 11 og hann sá svo sannarlega ekki eftir því. Börnin voru svo róleg og fundu vel bæði tónlist, söng og danshreyfingar, því allan tíman heyrðist ekki nokkur grátur, svo ótrúlegt sem það er, en hlátur kom stundum frá brosandi andlitum barnanna sem og foreldra og systkina sem tóku þátt í þessu með þeim.

Ég hvet foreldra til að fylgjast með því þegar starfið hefst aftur í haust í kirjunum og þá sérstaklega þessi ungbarnasöngnámskeið, sem eru fyrir ungabörnin á aldrinum 3ja mánaða til eins árs gömul.

Ég vil benda á sérstaka ljósmyndasíðu sem stjórnendurnir hafa sett upp af af ungbarnasöngnámskeiðinu í vetur: http://www.flickr.com/photos/8322820@N04/sets/72157604139617064/.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar