Öflugt starf eldri borgara í Grafarvogskirkju

 
 
 
 
• 5. maí 2008:

Öflugt starf eldri borgara í Grafarvogskirkju

Eldri borgurum leiðist ekki í Grafarvogi, vegna þess að í Grafarvogskirkju er mjög öflugt starf fyrir þá auk þess sem maður er manns gaman þegar tekinn er slagur á meðan aðrir föndra og prjóna. Vefstjóri leit við hjá þeim einn dag i byrjun apríl og sá þessa skemmtilegu samverustund, sem eldri borgurum er boðið upp á í kirkjunni.

Vefstjóri segir bara fyrir sitt leiti að hann kvíðir því ekki að verða gamall ef hann kemst í tæri við svona skemmtilegar stundir með kirkjunni í sínu hverfi. Þar sem svona starf liggur niðri í sumum kirkjum yfir sumarið, viljum við hvetja fólk til að hafa samband við kirkjuna í sínu hverfi (sjá Tenglar í stikunni uppi) og fá upplýsingar um starfið næsta vetur.

Hérna er slóð að starfi eldri borgara í Grafarvogskirkju: http://www.kirkjan.is/grafarvogskirkja/?safnadarstarf/eldri.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar