Mömmumorgunn í Grafarvogskirkju

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
• 13. maí 2008:

Mömmumorgunn í Grafarvogskirkju

Það er svo mikið fjör í öllum hverfum og mömmumorgnar í kirkjunum prófastsdæmisins eru svo skemmtilegar að það er barasta hreint yndi að fá að heimsækja þessar samkomur og taka myndir. Mömmurnar láta líka í sér heyra ef maður dregur að birta myndirnar, ýmist í gegnum prófastsdæmið, eða beint til vefarans, þar sem ein og ein mamman þekkir hann.

En núna er sumarið komið og þá dregur úr þessari starfsemi - en hefst svo aftur næsta haust í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Um leið og við birtum þessar myndir af mömmumorgni í Grafarvogskirkju, minnum við mæður á að setja í dagbókina svo þetta gleymist ekki.

Í Grafarvogi voru fjölmargir mættir og eftir samveru og hressingu hittust allir í litlu kapellunni og sungu saman fjörug barnalög og eins og þið sjáið á myndunum, skemmtu börnin sér vel.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar