Öflugt og lifandi starf eldri borgara í Árbæjarkirkju

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og að lokum er hér mynd af væntanlegu nýju safnaðarheimili í Árbæjarkirkju
• 24. maí 2008:

Öflugt og lifandi starf eldri borgara í Árbæjarkirkju

Það var gaman að koma á opið hús eldri borgara í Árbæjarkirkju. Það var svo mikil gleði og kraftur í öllum, að vefarinn verður bara að vona að hann nái að verða löggildur eldri borgari, því það er engin spurning, að í svona glöðum hópi vill hann vera.

Þeir sem ekki voru að föndra stóðu við píanóið og sungu af hjartans list - og þeir sem voru að föndra sungu auðvitað með líka og "bergmálar enn". Stelpurnar voru í miklum meirihluta eða svona 99%, en það kom ekki að sök, því þær létu skátaforingjann syngja með.

Vefarinn sendir sínar bestu kveðjur í Árbæjarkirkju um leið og hann birtir þessar svipmyndir af opnu húsi þeirra, en síðasta myndin sýnir væntanlega sýna viðbyggingu við safnaðarheimilið, sem mun örugglega efla enn frekar hið frábæra starf sem þarna er unnið hjá kirkjunni.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar