Skemmtileg dagskrá á uppskeruhátíð Ellimálaráðs

• 27. maí 2008:

Skemmtileg dagskrá á velheppnaðri uppskeruhátíð Ellimálaráðs

Ellimálaráð hélt sína árlegu uppskeruhátíð sl. fimmtudag 22. maí. Hátíðin var að þessu sinni haldin í Breiðholtskirkju og hófst hún með helgistund sem sr. Gísli Jónasson prófastur sá um. Að henni lokinni var farið í safnaðarheimilið þar sem viðstaddir snæddu kvöldverð sem stjórn E.R. hafði útbúið.

Ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá. Konur sem starfa í kirkjustarfi eldri borgara sýndu fatnað frá tískuversluninni Femin Fasion og bar þar hæst að sjálfsögðu vor og sumartískan.

Lítill smáhundur sýndi það nýjasta í hundafatatískunni, útilegufatnað, sparidress o.fl. Sérstakir gestir á hátíðinni voru Bergþór Pálsson einsöngvari sem flutti okkur fagran söng við undirleik Julians Isaacs organista Breiðholtskirkju.

Kvöldið var allt hið ánægjulegasta og allir fóru heim glaðir og hressir.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar