Haustguðsþjónusta Reykjavíkurprófastsdæma 2008

• 8. október 2008:

Haustguðsþjónusta Reykjavíkurprófastsdæma 2008 í Digraneskirkju

Nú er kirkjustarf eldri borgara í prófastsdæmunum komið í fullan gang. Sameiginleg haust- guðsþjónusta var haldin í Digraneskirkju 10. september. Prestur var sr. Yrsa Þórðardóttir.

Gamlir fóstbræður sungu og organisti var Kjartan Sigurjónsson. Á eftir voru kaffiveitingar í boði Digranessóknar. Guðsþjónustan var vel sótt og kom fólk úr öllum söfnuðum í báðum prófastsdæmunum.

Haustguðsþjónustan markar upphaf vetrarstarfsins og fólk er mjög ánægt með að fá að hitta þá sem eru í öðrum kirkjum en það sjálft og eiga saman góða og blessaða stund í kirkjunni. Guðsþjónustan var samvinnuverkefni E.R. og Digraneskirkju.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar