Frá haustfundi Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma 2008

 

 

 

 

 

• 15. október 2008:

Frá haustfundi Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma í Breiðholtskirkju

Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma var með haustfund sinn í Breiðholtskirkju 27. sept- ember. Þangað eru allir boðaðir sem starfa í kirkjustarfi eldri borgara hvort sem um er að ræða starfsfólk eða sjálfboðaliða og einnig fulltrúar sóknarnefnda í Ellimálaráði.

Á fundinum var farið yfir dagskrá vetrarins og rætt um það sem við gerum sameiginlega í starfinu.

Einnig sögðu nokkrir frá því sem verið er að gera í þeirra kirkjum á haustönn og nokkrar konur sýndu handverk sem á að vinna í kirkjunum hjá þeim í vetur. Fundinum lauk með málsverði í boði Ellimálaráðs.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar