Morgunfundur E.R. fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða

 

 

 

 

 

• 24. október 2008:

Morgunfundur E.R. fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða

Ellimálaráð stendur fyrir morgunfundum starfsfólks og sjálfboðaliða einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Hjallakirkju föstudaginn 3. október og hófst hann með helgistund og altarisgöngu í kirkjunni.

Prestur var sr. Íris Kristjánsdóttir og organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Það er venja okkar að hafa altarisgöngu á fyrsta fundi haustsins þar sem við leggjum vetrarstarfið og okkur sjálf í hendur Guðs og biðjum um blessun hans og handleiðslu.

Á eftir voru kaffiveitingar í boði Hjallasóknar. Á þessum fundum er rætt um það sem er efst á baugi í kirkjustarfi eldri borgara og margir taka til máls.

Það er mjög mikilvægt að geta þannig hitt félaga sína sem eru að vinna að sama marki í öðrum kirkjum og finna samstöðu og vináttu þeirra.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar