Mikið fjölmenni við vígsluhátíð Guðríðarkirkju í Grafarholti

 

 

 

• 8. desember 2008:

Mikið fjölmenni við vígsluhátíð Guðríðarkirkju í Grafarholti í gær

Í gær var Guðríðarkirkja í Grafarholti vígð við virðulega og hátíðlega athöfn af biskupi Íslands í dag. Mikið fjölmenni var við vígsluna sem var á öðrum sunnudegi í aðventu og komust mun færri í sæti en vildu og var því þétt staðið í aftari hluta kirkjunnar. Bæði Hanna Birna borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. forseti borgarstjórnar voru viðstaddir vígsluna ásamt fleiri borgarfulltrúum.

Við upphaf athafnar gengu biskupar, prófastur, prestar og djáknar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sóknarnefnd, byggingarnefnd, starfsfólk kirkjunnar og kórar frá Ingunnarskóla til kirkju með helga gripi hennar.
Merki Guðríðarkirkju er hannað af Björgu Vilhjálmsdóttur, grafískum hönnuði, og sýnir vínviðarteinung sem myndar kross, en tein- ungsfléttan vísar til fornrar íslenskrar út- skurðarlistar. Vínviðurinn er Kriststákn í kristinni trúarhefð (Jóh.15:1) en minnir líka á sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem kirkjan heitir eftir, sem landkönnuðar Vínlands.

Kirkjukór og barnakór Grafarholtssóknar sungu við athöfnina undir stjórn Hrannar Helgadóttur og Berglindar Björgúlfsdóttur við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Auk þess tóku Hljómskála- kvintettinn, Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran- söngkona og Kristjana Helgadóttir þverflautuleikari þátt í tónlistarflutningi við vígsluna.

Þarna voru frumfluttir tveir vígslusálmar sem kirkjunni voru gefnir í tilefni vígslunnar, annar ortur af safn- aðarfulltrúa sóknarinnar, Sigurjóni Ara Sigurjónssyni, og hinn af sóknarprestinum. Jón Ásgeirsson tónskáld gerði lagið við fyrrnefnda sálminn og gaf Guðríðar- kirkju í vígslugjöf.

Eftir vígsluna var kirkjugestum boðið í veglegt hátíðarkaffi í Gullhömrum. Við óskum Grafarholtssókn til hamingju með Guðríðarkirkju og biðjum Guð að blessa hana, sóknarstarfið og söfnuðinn.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar