Biskup Íslands vígði safnaðarsal Lindakirkju á 3.sd. í aðventu
• 15. desember 2008:
Biskup Íslands vígði safnaðarsal Lindakirkju á 3. sunnudegi í aðventuSafnaðarsalur Lindakirkju í Salarhverfi var vígður við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands þriðja sunnudag í aðventu við hátíðlega athöfn. Fyrr um moruguninn hafði söfnuðurinn haldið síðustu messugjörð sína í Salarskóla, þar sem sóknin hefur haldið messur sínar fram að þessu. Skólanum var færð gjöf að þakklæti við það tækifæri. Að lokinni messu gengu safnaðarbörn með muni kirkjunnar yfir í nýju kirkjuna og þar var síðan opið hús til kl. 16. Við upphaf messunnar gengu leiknir og lærðir með helga muni í kirkjuna og síðan var flutt bæn. Í athöfninni var skírnarskál borin fram og vígður, en hann er gjöf hjónanna Ásgeirs Þórs Hjaltasonar og Stefaníu Kirstjánsdóttur til minningar um syni þeirra, Hjalta Hauk, Birki Þór og Ágeir Þór Ásgeirssyni. Í lok athafnar flutti Arnós L. Pálsson, formaður sóknarnefndar stutt ávarp.
|