Öflugt og fjölbreytt kirkjustarf aldraðra í Digraneskirkju
• 10. febrúar 2009:
Öflugt og fjölbreytt kirkjustarf aldraðra í DigraneskirkjuDagurinn í dag var bjartur og fallegur þegar vefari prófastsdæmisins leit við í Digraneskirkju skömmu eftir hádegið. Aldraðir eru með öflugt kirkjustarf í kirkjunni og var léttum hádegisverði nýlokið og fólk hafði safnast saman til helgistundar sem séra Yrsa Þórðardóttir annaðist. Vefari leit aðeins inn hjá þeim og tók myndir, en vildi ekki að örðu leiti trufla helgistundina. Frammi í safnaðarheimili var hún Guðbjörg að gera salinn kláran fyrir samverustund sem átti að vera á eftir, en þar sem fram fer margþætt menningarstarf- semi ýmist í umsjá eldra hópsins eða gesta sem koma að. Þar er jafnframt málverka- og ljóðasýning Júlíu Á V. Árnadóttur. Þarna voru falleg málverk og ekki síður falleg ljóð eftir hana. Á vef Digraneskirkju segir um sýninguna: Þetta er fyrsta einkasýningin sem haldin er í Digranes- kirkju en áður hafa verið haldnar samsýningar á verkum eftir listamenn sem tengjast Dvöl, heimili fyrir geðfatlaða í Kópavogi sem Rauði krossinn í Kópavogi og Kópavogbær standa að. Sýningin er öllum opin og er aðgengileg þann tíma sem kirkjan er opin. Aðgangur er ókeypis. Málverkum Júlíu tengjast frumsamin ljóð hennar og má kaupa ljóðabókina "Lífsins lind" og einnig málverk hennar á staðnum. Listaverk Júlíu eru trúarlega innblásin eða eins og höfundur lýsir því formála ljóðabókar sinnar "Lífsins lind": "Ég vil gefa frelsara mínum og Guði alla dýrðina". Kirkjustarf aldraðra heimsækir reglulega söfn eða skipst á heimsóknum við aðrar kirkjur. Farnar eru dagsferðir haust og vor. Kirkjustarfið hefur gefið út jóla- og heillaóskakort til styrktar kaupa á glerlistaverkum í glugga kirkjunnar. Fást þau hjá kirkjuverði og kosta kr. 100 pr. stk. Umsjónarmaður starfsins er Yrsa Þórðardóttir, prestur, húsmóðir staðarins er Guðbjörg Guð- jónsdóttir og íþróttakennari er Júlíus Arnarson, en þess má geta að leikfimi alltaf kl. 11, áður en kirkjustarf aldaðra hefst á þriðjudögum og jafn- framt á fimmtudögum á sama tíma. Við hvetjum aldraða og aðra til að líta við í Digraneskirkju og skoða sýninguna.
|