Fjölskyldumorgunn í Hjallakirkju
• 26. febrúar 2009:
Fjölskyldumorgunn í HjallakirkjuUm miðja síðustu viku fórum við í heimsókn í Hjallakirkju í Kópavogi. Þar er oflugt kirkjustarf af öllu tagi og var fjölskyldumorgunn byrjaður þegar vefara bar að. Það er ekki hægt að lýsa þeirri gleði sem þar er að finna öðru vísi en með myndum, sem við birtum því hér. Fjölskyldumorgnar eru hvern miðvikudag kl. 10-12. Þar hittast foreldrar ungra barna með börnin sín og eiga samfélag saman. Boðið upp á ávexti á hverri samveru. Annan eða þriðja hvern fjölskyldumorgun fáum við heimsókn frá aðilum með fræðslu eða kynningu á ýmsum efnum er tengjast börnum og barnauppeldi. Þarna gefst gott tækifæri til kynnast öðrum og eiga góðar stundir í vinalegu umhverfi. Allir eru hjartanlega velkomnir á fjölskyldumorgna. Auk fjölskyldumorgnanna er öflugt starf heldri borgara og barna- og unglingastarf í Hjallakirkju. En þessa dagana er einmitt líka starfandi sérstök Miðstöð fyrir atvinnulaust fólk í safnaðarheimili Hjallakirkju, sem fer fram virka daga frá kl. 9-12. Fjölmennt námskeið stóð einmitt yfir hjá þeim þegar við vorum að fara, en af skiljanlegum ástæðum vildum við ekki taka myndir af því. Fyrst við erum að fjalla um Hjallakirkju, viljum við minna á Batamessu sem verður í Hjallakirkju á sunnudaginn, 1. mars kl. 17. Tilgangur messunnar er m.a. að styrkja 12 spora starf kristinnar kirkju. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og fluttur verður vitnisburður af þátttakanda í 12 spora starfinu. Jón Ólafur Sigurðsson, organisti, leiðir tónlistina. Strax að lokinni messu verður boðið upp á léttan kvöldverð í safnaðarheimilinu.
|