Æfingar á Töfraflautunni í Lindakirkju í Kópavogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

• 23. mars 2009:

Óperan Töfraflautan flutt í Lindakirkju í næstu viku – aðeins 3 sýningar

Kirkjur prófastsdæmisins eru alltaf lifandi með fjölbreytilegt starf, hvort sem það tengist helgihaldi, foreldrastarfi, æskulýðs- starfi, félagslífi aldraðra auk hefðbundins kirkjustarfs. Í öllum kirkjunum eru starfandi kórar, mismunandi stórir auðvitað, en kór- arnir eiga sitt félagslíf meðal kórfélaga þar fyrir utan og fjölmargir lærðir söngvarar og/eða eru að læra söng í söngskóla.

Einn af töframönnum kirkjustarfsins í tónlist er Keith Reed, organisti og kórstjóri Linda- kirkju í Kópavogi, sem vígð var að hluta í desember s.l. Keith hefur núna safnað saman efnilegum söngvurum, sem margir eru jú í kirkjukórum líka, en hafa það sameiginlegt að stunda nám í Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz.

Óperan Töfraflautan verður í næstu viku og aðeins flutt þrisvar sinnum, fyrsta sýning verður mánudaginn 30. mars, önnur sýning verður miðvikudaginn 1. apríl og þriðja og síðasta sýning verður svo föstudaginn 3. apríl. Allar sýningarnar hefjast kl. 20:00 stundvíslega.

Þetta er fyrsta sinn sem “Nemendaópera Söngskóla Sigurðar Demetz” ræðst í að setja á svið óperu með hljómsveit, kór og öllu sem til þarf og er það gert undir öruggri stjórn Keith Reed. Óperan Töfraflautan skartar mörgum hlutverkum og er því tilvalið verkefni fyrir nemendaóperu. Miðasala er einungis á vefnum á Midi.is og er hægt að smella hérna til að nálgast miðasöl- una fyrir sýninguna. Við hvetjum alla til að drífa sig að kaupa miða þar sem aðgangur verður takmarkaður við stærð Lindakirkju.

Þessi hópur, undir stjórn Keith Reed, ætlar að flytja, hvorki meira né minna en óperuna Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Vefari prófastsdæmisins leit við á æfingum hjá þeim, bæði föstudags- og sunnudagskvöldið 22. mars og sá þá, hvað töframaðurinn Keith Reed náði vel að fá fram það besta í söng frá hverjum og einum söngvara. Það var yndislegt að fá að njóta söngsins á milli þess sem vefarinn truflaði, en vonandi ekki mikið, með myndatökum sínum af söngvurunum á æfingu.

Síðara kvöldið var svokallað rennsli í gangi, en það er það kallað, þegar söngvarar fara með sinn hluta eins og hann verður þegar verkið verður sýnt.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar