Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara 2009

• 6. apríl 2009:

Fjölmenn og vel heppnuð föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara

Hin árlega föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmunum var í Laugarneskirkju fimmtudaginn 2. apríl sl. Umsjón hafði Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Laugarneskirkju sem einnig flutti yndislega hugvekju.

Laufey Geirlaugsdóttir söng einsöng og stjórnaði almennum söng. Organisti var Gunnar Gunnarsson. Ritningarlestra lásu Guðný Björnsdóttir og Brynhildur Jónsdóttir sem eru í þjónustuhóp í kirkjustarfi eldri borgara í Laugarneskirkju.

Kirkjugestir sem voru u.þ.b. 100 létu í ljós mikla ánægju. Þetta er í fyrsta sinn sem við í kirkjustarfi eldri borgara stöndum fyrir guðsþjónustu án þess að prestur sé með okkur. Kirkjugestir létu í ljós mikla ánægju með þessa nýbreytni og allir tóku vel undir í söng og bæn.

Síðara kvöldið var svokallað rennsli í gangi, en það er það kallað, þegar söngvarar fara með sinn hluta eins og hann verður þegar verkið verður sýnt.

Eftir guðsþjónustuna var öllum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði Laugarnessóknar. Guðs- þjónustan var samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Laugarnessóknar. Kirkjugestir voru úr báðum prófastsdæmunum og er okkur sem stöndum að þessum guðsþjónustum mikið gleðiefni að sjá hvað fólkinu finnst gaman að hittast og eiga saman gleðistund í kirkjunni bæði í helgihaldinu og í kaffinu á eftir.

Ellimálaráð færir öllum sem komu að því að gera þennan dag svo yndislegan sem raun bar vitni bestu þakkir og óskar öllum blessunarríkra bænadaga og gleðilegra páska.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar