ER með “litlu jól” fyrir starfsfólk í kirkjustarfi eldri borgara

• 9. desember 2009:

Ellimálaráð með “litlu jól” fyrir starfsfólk í kirkjustarfi eldri borgara

Ellimálaráð hélt “litlu jól” fyrir starfsfólk í kirkju- starfi eldri borgara 30. nóvember sl. í Grensás- kirkju. Löng hefð er fyrir því að starfsfólkið hittist og eigi saman “litlu jól.”

Í upphafi var helgistund í kirkjunni í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar og Gunnar Steingrímsson djákni lék á gítar undir sönginn. Eftir helgistundina fórum við yfir í safnaðarheimilið og þar beið okkar jólamatur “að gömlum hætti”. Eftir að borhaldi lauk var mikið sungið undir stjórn Gunnars djákna. Val- gerður Gísladóttir las jólasögu, Jólasnjór” (sjá hér) eftir Sigurbjörn Sveinsson og “Aðventu- ljóð“ (sjá annan dálk) eftir Ragnar Aðalsteinsson.

Allir viðstaddir komu með lítinn jólapakka og var þeim safnað saman og dreift við mikinn fögnuð viðstaddra. Borðskreyting við hvern disk var lítill jólapoki. Í honum var sagan um sykurstafinn og utan á pokanum hékk sykur- stafur og vakti þessi litla skreyting mikla gleði. Þessi kvöldstund var öll hin ánægjulegasta og allir fóru heim með jólagleði í hjarta sínu.

Stjórn Ellimálaráðs þakkar öllum í Grensás- kirkju fyrir góða aðstöðu og hjálp og einnig þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hjartanlega fyrir og óskar þeim öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Sagan bak við Sykurstafinn

Í Indíana rétt fyrir aldamótin 1900 bjó sælgætisgerðarmaður sem í kringum jólin vildi gjarnan búa til eitthvert sælgæti sem minnti á Jesúm Krist og fæðingu hans.

Hann valdi harðan, hvítan brjóstsykur vegna þess að Kristur hafði verið kallaður klettur aldanna (the rock of ages).

Brjóstsykurinn var mótaður í J bæði til að minna á fyrsta stafinn í nafni Jesú en líka vegna þess að það minnti á stafi fjárhirðanna sem voru með hjörð sína í haga nóttina sem Jesú fæddist.

Að lokum bætti sælgætisgerðarmaðurinn rauðri rönd eftir brjóstsykurslengjunni til að minna á að Guðssonurinn lét lífið til að mennirnir mættu öðlast eilíft líf og að blóð hans rann þegar hann gekk píslargöngu sína upp á Golgatahæð og rómversku hermennirnir börðu hann áfram.

Sagt er að piparmyntubragð sé af brjóstsykrinum því piparmyntan er skyld hyssop jurtinni en samkvæmt Gamla testamentinu var hún notuð til að hreinsa sálina og minna menn á að sjálfsfórna er krafist af þeim sem leita réttlætisins og Jesú er hið hreina lamb sem dó fyrir syndir mannanna.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar