Mjög margir sóttu námskeiðið um bænina í Breiðholtskirkju

• 15. mars 2010:

Mjög margir sóttu námskeiðið um bænina í Breiðholtskirkju

Þann 9. febrúar s.l. var haldið námskeið í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju þar sem yfirskriftin var ”Bænin - farvegur blessunar í lífi og starfi”. Fjallað var um bænina bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Farið var yfir ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig fólk gat eignast innihaldsríkt bænalíf í önnum og amstri dagsins og hvernig það tengist starfi okkar í kirkjunni.

Námskeiðið var haldið í samstarfi Reykjavíkur- prófastsdæma og Fræðslusviðs Biskupsstofu og fór þátttaka fram úr björtustu vonum og nær öruggt að námskeiðið mun verða endur- tekið við fyrsta tækifæri.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar