Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara

• 9. apríl 2010:

Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Breiðholtskirkju

Hin árlega föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmunum var í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 25. mars. Sr. Gísli Jónasson prófastur predikaði og þjónaði fyrir altari. Eldri Fóstbræður sungu og leiddu almennan söng.

Organisti var Smári Ólason. Ritningarlestra lásu Valgerður Guðmundsdóttir og Vilhelmína Sveins- dóttir sem eru þátttakendur í kirkjustarfi eldri borgara í Breiðholtskirkju. Eftir guðsþjónustuna var öllum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði Breiðholtssóknar.

Guðsþjónustan var samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Breiðholtssóknar. Kirkjugestir voru úr báðum prófastsdæmunum og er okkur sem stöndum að þessum guðsþjónustum mikið gleðiefni að sjá hvað fólkinu finnst gaman að hittast og eiga saman gleðistund í kirkjunni bæði í helgihaldinu og í kaffinu á eftir.

Að þessu sinni voru kirkjugestir u.þ.b. 110 manns. Ellimálaráð færir öllum sem komu að því að gera þennan dag svo yndislegan sem raun bar vitni bestu þakkir og óskar þeim öllum blessunar og góðs.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar