Biskupsvísitasía hefst í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
• 20. apríl 2010:
Biskupsvísitasía hefst í Reykjavíkurprófastsdæmi eystraBiskupsvísitasían í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hófst með því að Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, átti viðtöl við héraðsprestana í Breiðholtskirkju, þau dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson og sr. Bryndísi Möllu Elídóttur fyrir hádegið á miðvikudaginn, 7. apríl. Næsta miðvikudag á eftir, 14. apríl átti hann fund með sr. Gísla Jónassyni, sóknarpresti og prófasti. Í hádeginu var hefðbundin kyrrðarstund sem haldin alltaf er haldin í hádeginu á miðvikudögum allt árið um kring. Biskupinn flutti þar hugleiðingu og almennar fyrirbænir fóru þar fram að venju. Að lokinni kyrrðarstund var snæddur léttur málsverður og svo var opið hús fyrir aldraða í Breiðholtskirkju, sem biskupinn mætti auðvitað á og hafði gaman af því öfluga félagslífi sem þar er. Harmónikkan ómaði og söngurinn ekki síður og var glatt á hjalla hjá þeim. Myndirnar sem hér fylgja eru frá kyrrðarstundinni og opnu húsi þar á eftir. Síðar um daginn, eða skömmu fyrir fund héraðsnefndar, hittust kirkjuprakkarar, sem eru 7-9 ára krakkar og við verðum með myndir af því á morgun. |