Kirkjuprakkarar, héraðsnefnd og fermingarbörn hitta biskup

 

 

 

 

 

• 26. apríl 2010:

Kirkjuprakkarar, héraðsnefnd og fermingarbörn hitta biskup

Eftir kyrrðarstund og opnu húsi með öldruðum miðvikudaginn 14. apríl hitti biskupinn Kirkjuprakkara, en það nefnist fjörugur hópur barna á aldrinum 7-9 ára. Þau byrjuðu stund sína á því að tendra kertin og skiluðu inn fallega skreyttum söfnunarbaukum, en þau hafa verið að safna fyrir börnin í Afríku.

Eftir einn fjörugan söng, "Jesús er besti vinur barnanna", kom biskupinn yfir Íslandi í heimsókn til þeirra. Biskupinn ræddi við þau bæði í gamni og alvöru og fannst mikið til koma hvað starf þeirra var öflugt og göfugt, með því að safna fyrir börnin í Afríku. Svo sungu þau fyrir biskupinn nokkra söngva og auðvitað tók hann undir sönginn með þeim.

Síðar þennan dag hitti biskupinn Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og leit fréttasnápur aðeins inn til að taka myndir af þeim í upphafi fundar. Daginn eftir átti biskup fund með sóknarnefnd og starfsfólki kirkjunnar og prófastsdæmisins.

Síðasta myndin var tekin á laugardagsmorgun af þátttakendum í Forskóla fermingarfræðslunnar.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar