Biskup Íslands prédikaði í hátíðarmessu í Breiðholtskirkju


  

  

  

• 8. maí 2010:

Biskup Íslands prédikaði í hátíðarmessu í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 18. apríl var haldin hátíðarmessa í Breiðholtskirkju sem var jafnframt liður í biskupsvísitasíu herra Karls Sigurbjörnssonar biskups og prédikaði hann jafnframt í messunni.

Börn úr forskóla fermingarfræðslunnar tóku líka þátt í messugjörðinni og gengu fyrir inngöngu biskups og presta og kveiktu á altariskertum. Mjög fjölmennt var í messu þennan dag og tóku kirkjugestir vel undir söng kirkjukórsins. Í lok messunnar var söfnuði boðið til kaffi í safnaðar-heimilinu þar sem biskup notaði tækifærið og gaf sig á tal við gesti.

Hátíðarmessan var síðasti liður biskupsvísitasíunnar í Breiðholtssókn en næst mun hann heimsækja Árbæjarsókn og taka þátt í Fylkismessu í Árbæjarkirkju sunnudaginn 9. maí sem við munum segja frá hér á vef Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar