Mjög fjölmenn Fylkismessa með biskupi í Árbæjarkirkju

 

 

 

 

 

 

 

• 17. maí 2010:

Mjög fjölmenn Fylkismessa með biskupi Íslands í Árbæjarkirkju

Fylkismessa var haldin í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 9. maí s.l. og hóf biskup Íslands þar biskupsvísitasíu sína í Árbæjarsókn. Fylkismenn, konur og börn mættu vel í messuna. Barnakór og gospelkór kirkjunnar sungu.

Fimleikadeild Fylkis sýndi listir sínar, Tónskóli Sigursveins lék verk og Leikhópurinn Perlan sýndi leikþátt.

Eftir messuna var kirkjugestum boðið upp á grillaðar pylsur og síðan hófst stífluhlaupið og bestu hlaupararnir verðlaunaðir. Þar sem ritstjórinn var svo óheppinn að glata myndakortinu sínu eftir messuna, bjargaði Guðrún Nikulásdóttir málunum með sínum myndum, en hún er í sóknarnefnd Árbæjarsóknar. Við þökkum kærlega fyrir það.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar