Biskup heilsar upp á börnin í leikskólanum Bakka í Grafarvogi

 

 

 

 

 

• 19. júní 2010:

Biskup Íslands heilsaði upp á börnin í leikskólanum Bakka í Grafarvogi

Senn fer vísitasíu biskups í Grafarvogspresta- kalli að ljúka, en það verður þegar Grafarvogssöfn-uður heldur upp á 10 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju á sunnudaginn kl. 14. Sem hluta af þessari vísitasíu heimsótti herra Karl Sigurbjörnsson börnin í leikskólanum Bakka í Grafarvogi.

Þegar hann mætti, ásamt prestum og djáknum Grafarvogssafnaðar, mátti heyra óminn af söng þeirra, þegar þau sungu "Öxar við ána", en þau voru að komast í þjóðhátíðarskap, enda sjálfur 17. júní daginn eftir.

Ingibjörg E. Jónsdóttir leikskólastjóri tók á móti gestum og kynnti starsemi skólans og tengingu hans við umhverfismála og náttúruskoðunar. M.a. skoðuðu þau einstaka bók með myndum af náttúrunni þar sem allar myndir voru teknar af leikskólabörnunum.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang: script language="JavaScript">

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar