Mömmumorgunn í Seljakirkju

• 18. janúar 2011:

Mömmumorgunn í Seljakirkju

Í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra er mikið og fjölbreytt starf fyrir utan hið almenna kirkjustarf. Þar er helst að nefna öflugt barna- og unglingastarf, kirkjustarf aldraðra borgara, tómstundaklúbbar, söng- og kórastarf og síðast en ekki síst, öflugt foreldrastarf.

Þegar við litum í Seljakirkju fyrr í dag voru þar samankomnir foreldrar ungbarna sem hittast vikulega í kirkjunni til að spjalla saman, fá sér kaffibolla og leyfa börnunum að leika sér saman. Eitt barnið var enn úti í vagni og ekki inni þess vegna.

Við hvetjum foreldra til að kynna sér vel "mömmumorgnana" í kirkjunni í sínu hverfi, en feður eru auðvitað velkomnir líka.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar