Biskupsvistasía í Hjallasókn og eldri borgarar heimsóttir

• 31. janúar 2011:

Biskupsvistasía í Hjallasókn og eldri borgarar heimsóttir

Í síðustu viku var Biskupsvisitasía í Hjallasókn, en undanfarna mánuði hefur biskupinn heimsótt kirkjusóknir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þessa vikuna notaði hann til að kynna sér starfsemi Hjallasóknar og til að ræða við presta og starfsfólk safnaðarins. Þann 27. janúar s.l. leit hann við í kraftmiklu kirkjustarfi heldri borgara í Hjallasókn, sem var með opið hús, eins og er alltaf hjá þeim í hádeginu á fimmtudögum. Séra Íris Kristjánsdóttir sóknarprestur tók á móti biskupi og kynnti hann fyrir fólkinu.

Eftir viðkynningu og borðbæn var ráðist í hlaðborðið þar sem súpa og snittur voru í mat. Myndavélin var eitthvað að stríða fréttasnápi svo fyrirgefið að gæðin eru ekki alveg eins og til er ætlast.

Í gærmorgun, sunnudag, var síðan Guðsþjónusta í Hjallakirkju þar sem biskup Íslands predikaði og séra Íris þjónaði. Boðið er upp á veitingar að messu lokinni.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar