Árbæjarsókn vígir hökul og stólu við Guðsþjónustu

• 1. febrúar 2011:

Árbæjarsókn vígir hökul og stólu við Guðsþjónustu

Í fjölmennri Guðsþjónustu í Árbæjarkirkju síðasta sunnudag var vígður hökull og stóla sem séra Guðmundur Þorsteinsson fyrrverandi sóknarprestur og dómprófastur og frú Ásta Bjarnadóttir gáfu Árbæjarsókn nýlega.

Séra Þór Hauksson, sóknarprestur og séra Sigrún Óskarsdóttir prestur þjónuðu fyrir altari og sóknarpresturinn predikaði og vígði hökulinn og stóluna.

Eftir messuna voru veitingar boðnar, bæði uppi fyrir kirkjugesti og í safnaðarheimili, þar sem sunnudagaskólinn var, en þau fengu líka hressingu í lokin, ásamt væntanlegum fermingarbörnum, sem að venju mæta til messu.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar