Biskup Íslands kom að Máli dagsins í Kópavogskirkju

• 5. febrúar 2011:

Biskup Íslands kom að Máli dagsins í Kópavogskirkju

Í fyrstu viku febrúar vísiteraði Biskup Íslands Kársnessöfnuð þar sem hann ræddi við presta, starfsfólk og safnaðarstjórn Kársnessafnaðar. Jafnframt mun hann predika í hátíðarmessu þann 7. febrúar. Þriðjudaginn 1. febrúar s.l. heimsótti hann "Mál dagsins", dagskrá sem alltaf er haldin í safnaðarheimilinu Borgum á eftir fyrirbænastund í Kópavogskirkju í hádeginu á þriðjudögum og kirkjustafi aldraðra þar á eftir.

Mjög góð þátttaka er alltaf í kirkjustarfi aldraðra í söfnuðinum og var slegið á létta strengi og sungið áður en biskup kom í heimsókn. Áður en biskup flutti sitt erindi fyrir gesti, spjallaði hann við gesti. Erindið má sjá með því að smella hérna.

Ekki þarf að geta þess sérstaklega þótt ég geri það, að kaffi og meðlæti var eins og ávallt frábært og tóku fengu allir nægju sína af því.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar