Kirkjustarf aldraðra í Digraneskirkju aldrei öflugra

• 9. febrúar 2011:

Kirkjustarf aldraðra í Digraneskirkju aldrei öflugra

Kirkjustarf aldraðra í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra er mjög vel sótt í hverri viku. Allar kirkjurnar bjóða upp á kyrrðarstundir, súpu í hádeginu og söng eða aðra skemmtun á eftir. Þegar ritstjórn vefsins heimsótti kirkjustarfið í Digraneskirkju 1. febrúar, var þar samankominn fjöldi eins og venjulega.

Eftir léttan hádegisverð voru þær Sigríður Þorsteinsdóttir og Sæunn Þorleifsdóttir með dagskrá sem fjallaði um minningar úr Hjaltadalnum. Séra Magnús Björn Björnsson er með öflugan hóp kvenna sem aðstoðar við dagskrá fyrir aldraða í kirkjunni. Séra Magnús kynnti dagskrá næstu viku, 8. febrúar, sem var heimsókn í Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Síðan átti að fara í Hallgrímskirkjuturn og þiggja svo kaffi í suðursal kirkjuna.

Til að gefa ykkur hugmynd um hvernig starfið þeirra er nefni ég hér nokkra helstu liði á dagskrá næstu mánuði. 15. febrúar verður Margrét Lofsdóttir með myndasýningu frá ferðalagi; 22. febrúar mun Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfræðingur ræða hvernig það er að eldast með reisn. Þorvaldur Halldórsson mun verða með söngdagskrá 5. apríl og svo er stefnt að vorferð kirkjunnar 3. maí sem Kristján Guðmundsson um stjórna. Hafið endilega samband við kirkjuna í nágrenni ykkar og kynnið ykkur dagskrá þeirra.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

 

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar