Fjölmennt í árlegri föstuguðsþjónustu í Grensáskirkju
• 15. apríl 2011:
Fjölmennt í árlegri föstuguðsþjónustu í Grensáskirkju á miðvikudaginnÁrleg föstuguðsþjónusta Reykjavíkurpófastsdæma var haldin í Grensáskirkju miðvikudag- inn 13. apríl kl. 14. Margir mættu til að hlýða á orð Guðs og Söngfuglana, sem er kór félagsstarfs eldri borgara, undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista og kórstjóra. Prestur var séra Ólafur Jóhannsson sóknar- prestur og annaðist hann predikun. Ritningalestrar voru í höndum Eddu Kristjánsdóttur og Sverris Kolbeinssonar. Organisti var Gróa Hreinsdóttir og stjórnaði hún Söngfuglunum sem leiddi sönginn í kirkjunni. . Lokaorð flutti Valgerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæmanna. Að guðsþjónustu lokinni bauð sóknarnefnd Grensássóknar viðstöddum að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
|