Starfsemi eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

 

Hér eru upplýsingar um fjölbreytt starf fyrir eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Um er að ræða guðsþjónustur, bænastundir, biblíulestra, vinaheimsóknir, kirkjukaffi, matarfundi, “Opið hús” o. fl.

 

Kirkjan vill eiga erindi við þig. Kristur starfar í kirkjunni sinni enn í dag. Í orði Guðs, öðlumst við styrk og kraft til að takast á við daglegt líf okkar. Kirkjan er staður þar sem andlega næringu og trúarsamfélag er að finna. Komdu og kynntu þér hvað er í boði fyrir þig og njóttu blessunar Guðs í söfnuði hans.

 

Árbæjarkirkja við Rofabæ - sími 587 2405:

Kyrrðarstundir eru kl. 12:00 alla miðvikudaga og léttur málsverður á eftir. Samverustundir “Opið hús” eru á miðvikudögum kl. 13:00 - 16:00. Handavinna, spil, kaffi og spjallað saman. Vinaheimsóknir á vegum kirkjunnar eru í boði ef óskað er. Upplýsingar um starfið eru veittar í kirkjunni f.h. virka daga.

 

Breiðholtsskirkja við Þangbakka - sími 587 1500:

Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 18:00. Kyrrðarstundir/fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 12:00. Boðið er upp á léttan málsverð á eftir. Annan hvern miðvikudag er “Opið hús” fyrir eldri borgara kl 14:00 - 16:00. Upplýsingar um starfið eru veittar í kirkjunni á mánud. kl. 09:00 – 12:00 og þriðjudaga – föstudaga kl. 09:00 - 17.00.

 

Smellið hér til að sækja bæklinginn í PDF-formi

Digraneskirkja - Digranesvegi 82 - sími 554 1620:

Samverustundir “Opið hús” eru á þriðjudögum kl. 11:00 – 16:00. Kl. 11:00 er leikfimi og léttur málsverður. Eftir það er upplestur, söngur, helgistund, kaffi- veitingar o.fl. Bænastundir eru á fimmtudögum kl. 18:00. Leikfimi er einnig á fimmtudögum kl. 11:15. Allar upplýsingar um starfið eru veittar í kirkjunni þriðjudaga – föstudaga kl. 10:00 – 17:00.

 

Fella- og Hólakirkja - Hólabergi 88 - sími 557 3280:

Í tengslum við félagsstarfið í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi er í boði föst dagskrá á vegum kirkjunnar. Helgistundir eru í Gerðubergi hvern fimmtudag kl. 10:30 í umsjá djákna og sóknarpresta kirkjunnar. Djákni kirkjunnar er einnig með viðtalstíma í Gerðubergi á miðvikudögum kl. 13:00 – 14:00. Á þriðjudögum er kyrrðarstund kl 12:00 í kirkjunni. Í boði er tónlist, íhugun og bæn. Að henni lokinni er boðið upp á léttan málsverð gegn vægu verði. Á þriðjudögum kl. 13:00 – 16:00 er “Opið hús” fyrir eldri borgara. Í boði er fjölbreytt dagskrá, spil og spjall yfir kaffibolla og endað með helgistund. Viðtalstími djákna er í kirkjuni á miðvikudögum kl. 11:00 – 12:00 eða eftir samkomulagi í síma 557 – 3280. Vinaheimsóknir eru á vegum kirkjunnar ef óskað er.

 

Grafarholtssókn - Þórðarsveigi 3 - sími 557 1923:

Grafarholtssókn er yngsta sókn í Reykjavík og hefur söfnuðurinn aðstöðu fyrir starfsemi sína í sal Félagsþjónustunnar Þórðarsveigi 3. Bænastundir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 – 11:00.
Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 557 1923 á viðtalstíma sóknarprests þriðjudaga – fimmtudaga kl. 11:00 – 12:00.

 

Grafarvogskirkja við Fjörgyn - sími 587 9070:

Samverustundir “Opið hús” eru á þriðjudögum kl. 13:30 – 16:00. Í boði er helgistund, handavinna, spil, kaffiveitingar o.fl. Kyrrðar- stundir/fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 12:00. Boðið er upp á léttan málsverð á eftir. Allar upplýsingar um starfið eru veittar í kirkjunni virka daga kl. 09 – 16:00.

 

Hjallakirkja - Álfaheiði 17 - sími 554 6716:

Kyrrðarstundir/fyrirbænastundir eru á þriðjudögum kl 18:00. Samverustundir “Opið hús” eru annan hvern fimmtudag kl. 12:00 – 14:00. Léttur hádegisverður, söngur, spjall o. fl. Upplýsingar um starfið eru veittar í kirkjunni þriðjud. til fimmtudaga kl. 09:00 – 16:00 og föstud. kl. 11:00 - 14:00. Heimsóknarþjónusta á vegum kirkjunnar er í boði ef óskað er.

 

Kópavogskirkja við Hamraborg - sími 554 1898
- Safnaðarheimilið Borgir - Kastalagerði 7 - sími 554 6820:

Samverur eru í Safnaðarheimilinu Borgum alla þriðjudaga kl. 14:30 – 16:00 frá september og fram í maí. Söngur, mál dagsins, helgistund. Kaffiveitingar í boði kirkjunnar. Kyrrðar- og fyrirbænastundir eru í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 12:10. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarða. Heimsóknarþjónusta á vegum kirkjunnar er í boði ef óskað er. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma kirkjunnar 554 1898 mánudaga kl. 10:30 – 12:00 og þriðjudaga til föstudaga frá kl. 11.00 - 16:00.

 

Lindakirkja Safnaðarheimili - Uppsölum 3 - sími 544 4477:

Lindasókn er yngsta sókn Kópavogs. Komið hefur verið upp aðstöðu fyrir söfnuðinn á væntanlegri kirkjulóð við Uppsali. Sunnudags- guðsþjónustur eru haldnar í Lindaskóla. Starf eldri borgara er síðasta fimmtudag hvers mánaðar kl. 12:00. Í boði er helgistund, léttur málsverður og auk þess kemur alltaf gestur í heimsókn. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 544 4477 þriðjudaga – föstudaga kl. 12.00 – 13:00.

 

Seljakirkja - Hagaseli 40 - sími 567 0110:

Regluleg viðvera og guðsþjónustuhald í samvinnu við félagsmiðstöðina í Árskógum og hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Kyrrðarstundir/ fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 18:00. Síðasta þriðjudag hvers mánaðar er á dagskrá menningarvaka kl. 18:00-20:00. Í boði er samvera, blandað efni og borðhald. Upplýsingar um starfið eru veittar á viðtalstíma prestanna mánudaga – föstudaga kl. 11:00 – 12:00.

 

 

Auk þess sem hér er greint frá, sjá prestar og djáknar og starfsfólk í kirkjustarfi eldri borgara um helgistundir á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í prófastsdæmunum og veita kirkjulega þjónustu eftir því sem við á hverju sinni.

 

    Upplýsingar þessar hefur Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma tekið saman. Það hefur aðsetur í Breiðholtskirkju við Þangbakka. Síminn þar er 557 1666 og netfangið er . Skrifstofan er opin fyrir hádegi virka daga.

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar