Kórastarf í kirkjum

 

• 17. september 2008:

Kórskóli Árbæjarkirkju

Barnakór Árbæjarkirkju tók til starfa haustið 2007. Starfið fór hægt af stað en efldist þegar leið á veturinn. Mikið var sungið og æft og kom kórinn fram á Aðventuhátíð kirkjunnar, í fjölskyldumessum og við fleiri tækifæri er tengjast safnaðar- starfinu. Þetta var mjög góður hópur en flestir krakkanna voru úr 3 - 7. bekk. Nú í vetur hefur verið ákveðið að bjóða einnig 1. og 2. bekk að koma og æfa í kór, en þessi aldurshópur verður saman í hópi.

Lögð verður m.a. áhersla á að kenna börnun- um raddbeitingu, öndun og hina ýmsu söngva. Allir í 1. - 7. bekk eru velkomnir í söngstarfið úr öllum skólum í sókninni. Vonast er til að sem flestir komi og taki þátt í skemmtilegu og uppbyggjandi starfi. Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum fljótlega eftir hefðbundinn skólatíma. Hver hópur mætir einu sinni í viku. Upplýsingar gefur Jensína í síma 567 2740 eða 691 1240.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar