Biblíulestrar
• 17. október 2011:
Námskeið um Biblíulestur hefjast n.k. miðvikudag í Seljakirkju
Fyrsti fyrirlesturinn veðrur miðvikudaginn 19. október og verður annað hvert miðvikudagskvöld. Tímarnir hefjast kl. 19.30 lýkur kl. 21. Þennan veturinn verður fjallað um þau bréf Nýja testamentisins, sem kölluð hafa verið hin almennu bréf, Hebreabréfið, Jakobsbréfið, Júdasarbréfið, Pétursbréfin og Jóhannesarbréfin. Fyrsti fyrirlestur fjallar um hvernig rit voru valin í Gamla og Nýja testamentið og sess ritana þar. Fyrirlestarnir eru öllum opnir og ekkert gjald er tekið fyrir þátttökuna. • 14. október 2011:
Mikill áhugi á Biblíulestrum í Breiðholtskirkju - vertu með!
Þar er gerð grein fyrir stefnum og straumum í íslenskri guðfræði á fyrri hluta síðustu aldar. Samhliða þeirri umfjöllun er fjallað um Jóhannesarguðguðspjall, tilurð þess, efni og byggingu. Guðspjallið er síðan lesið og nokkrir kaflar ritskýrðir sérstaklega. Kennari á námskeiðinu er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og fólk getur enn tekið þátt í þessu, en því lýkur eins og fyrr sagði 24. nóvember n.k. • 15. september 2011:
Vikulegir biblíulestrar að byrja í Breiðholtskirkju á fimmtudögum
Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir stefn- um og straumum í íslenskri guðfræði á fyrri hluta síðustu aldar. Samhliða þeirri umfjöllun verður fjallað um Jóhannesarguðguðspjall, tilurð þess, efni og byggingu. Guðspjallið verður síðan lesið og nokkrir kaflar ritskýrðir sérstaklega. Kennari á námskeiðinu er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. • 22. september 2008:
Biblían, ritmál og stjórnmál
Á námskeiðinu verður farið í Guðsríkisboðun Jesú og hvernig sá boðskapur túlkar samband veraldlegs og aldlegs valds, Guðs og Mammons. í framhaldi af því verður fjallað um tengsl trúar og stjórnmála og reifaðar verða nokkrar helstu hugmyndir fræðimanna um þau tengsl. Jafnframt verður í nokkra kjarnartexta í Nýja testamentinu sem tengjast efni námskeiðsins og fjallað verður um erfiðleika í túlkun þessara texta.
Námskeiðið hefst 25. september kl. 20.00 og verður kennt í tíu skipti, tvo tíma í senn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Skráning fer fram í síma 528 4000 eða hér á vefnum.
Tímabil: 25.09 – 27.11 2008.
![]() Reykjavíkurprófastdæmi eystra hefur í samvinnu við Leikmannaskóla kirkjunnar staðið fyrir Biblíulestrum síðast liðin 15 ár. Það er dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur sem hefur umsjón með Biblíulestrunum og hefur hann tekið fyrir margvísleg málefni á undanförnum árum. Umfjöllunarefni Biblíulestranna á þessum vetri er trú og stjórnmál auk þess sem ýmsum guðfræðilegum efnum eru gerð nánari skil. Biblíulestrarnir eru í Breiðholtskirkju á fimmtudögum kl. 20-22 yfir vetrarmánuðina.
|