Prédikunarklúbbur

 

Þriðjudagsmorgna kl. 9:15 hittast prestar og djáknar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Hjallakirkju í prédikunarklúbbi. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prófastsdæmisins, stýrir samverunum og er viðfangsefni hverrar stundar prédikunartexti næsta sunnudags. Markmið klúbbsins er einnig að stuðla að samfélagi milli nágrannapresta og auka tengslin milli kirknanna. Allt áhugafólk um guðfræði er velkomið í klúbbinn.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar