Kynning á frambjóðendum til Kirkjuþingskosningar árið 2010:   

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir

Bakkastöðum 153, 112 Reykjavík - Tilnefnd af Grafarvogssókn

Ég heiti Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og er fædd 1971 í Reykjavík. Ég er gift Draupni Guðmundssyni tölvunarfræðingi og eigum við tvær dætur.

Að loknu stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands fór ég í Bókasafns- og upplýsingafræði í Háskóla Íslands. Þessa dagana er ég í fullu námi á mastersstigi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og ef áætlanir standast og HÍ sker ekki meira niður, þá lýk ég því námi 2011.

Áður en ég lauk námi í Bókasafns- og upplýsingafræðinni var ég farin að starfa hjá fyrirtæki sem þá hét Álit, síðar ANZA og vann ég þar að skjalastjórnun fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þeirra, veitti ráðgjöf um skjalamál og innrivefi, kom að markaðsmálum og tók að mér ýmis önnur tilfallandi verkefni. Árið 2006 skipti ég um vettvang og hóf störf hjá Straumi-Burðarás en þar var ég skjalastjóri fram á haustið 2009 að ég hóf nám að nýju.

Frá árinu 2001 hef ég starfað í sóknarnefnd Grafarvogskirkju og verið í messuþjónahóp frá því að Grafarvogskirkja fór að bjóða uppá þá.

Ég býð mig fram til Kirkjuþings vegna áhuga á málefnum kirkjunnar. Kirkjan er sá klettur sem við þörfnumst í lífi okkar núna þegar þjóðin gengur í gegnum erfiða tíma. Hún er alltaf til staðar og tilbúin að taka á móti fólki þegar það leitar til hennar. En kirkjan fer ekki varhluta af efnahagsástandinu og þarf að sýna ráðdeild og hagsýni á næstu árum án þess að það bitni á hinu góða safnaðarstarfi sem fram fer í kirkjum landsins.

 


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar