Kirkjuþingskosningar árið 2010
Kirkjuþing starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78 frá 1997. Samkvæmt ákvæðum þeirra fer það með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka, þ.e. nema önnur ákvæði þeirra eða annarra laga mæli fyrir um annað. Síða þessi er ætluð til kynningar á frambjóðendum leikmanna innan Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Þátttakan er sett í val einstakra frambjóðenda og byggir á því efni sem þeir kjósa að senda inn. Þó skal tekið fram að almennt voru frambjóðendum sett þau skilyrði að kynningarnar væru stuttar og miðuðust við efni sem kæmist á eina síðu í Word-skjali. Kosning til kirkjuþings er rafræn og rétt til að kjósa hafa allir aðal- og varamenn í sóknarnefndum prófastsdæmisins. Kosningin fer fram dagana 1. til 15. maí 2010. Allar nánari upplýsingar og kjörskrá er að fá á vef kirkjunnar sem er: http://kirkjuthing.is/kosningar/2010.
Frambjóðendur leikmanna í Reykjavíkurkjördæmi eystra:
Vinsamlegast sendið kynningu á frambjóðendum til ritstjóra vefsins á netfangið: |