Viðburðir og fréttir í maí til ágúst 2008

   2009:   •   janúar - febrúar   •   mars - apríl   •   maí - ágúst   •  september - október   •   nóvember - desember   •    
   2008:   •   janúar   •   febrúar - mars   •   apríl   •   maí - ágúst   •   september - október   •   nóvember - desember   •    
• 30. ágúst 2008:

Vetrarstarf kirkjunnar að hefjast

Þessa dagana er vetrarstarf kirkjunnar að hefjast. Sunnudagaskólinn er að byrja á ný eftir sumarleyfi og sömuleiðis annað barnastarf kirkjunnar eins og starf fyrir 7-9 ára börn og 10-12 ára börn.

Einnig hefjast fundir æskulýðsfélaganna í byrjun september en öflugt æskulýðsstarf er í hverri kirkju þar sem unglingarnir fá tækifæri til að taka þátt í uppbyggilegu og skemmtilegu kirkjustarfi. Nánari upplýsingar um barnastarf hverrar kirkju má finna á heimasíðum þeirra.

Innandyra er námskeið sem haldið er á hverju hausti fyrir starfsfólk barnastarfsins og verður það að þessu sinni mánudaginn 1. september kl. 16:30 í Grensáskirkju.

 

Samhliða „Innandyra“ er námskeið sem kallast „Að starfa í sóknarnefnd“. Á því námskeiði verður m.a. fjallað um lög kirkjunnar, reglur, starfsmannamál, stefnumótun og um innra starf safnaða og samvinnu.


• 28. ágúst 2008:

Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup látinn

Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar www.kirkjan.is er
dr. Sigurbjörns Einarssonar minnst með virðingu og þökk, en hann lést í morgun, 97 ára að aldri.

 
• 6. ágúst 2008:

Málþing um málefni eldri borgara verður mánudaginn 6. október n.k.

Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma halda málþing um málefni eldri borgara sem verður haldið í Grensáskirkju mánudaginn 6. október kl. 13-16. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskrárliðir eru:

a) Setning, sr. Svanhildur Blöndal prestur á Hrafnistu.

b) Mæta aldraðir ofbeldi? Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir.

c) Hvernig er að búa á heimili sem er ætlað eldri borgurum? Edda Jóhannsdóttir íbúi í Jökulgrunni/Hrafnistu.

d) Samskipti aðstandenda og starfsfólks á heilbr. stofnunum. Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félagsstarfs á Hrafnistu.

e) Hvað brennur á aðstandendum eldri borgara? Reynir Ingibergsson formaður AFA samtaka aðstandenda eldri borgara.

f) Skiptir jákvætt hugarfar og lífsgleði eldri borgara máli? Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur.

• 14. júlí 2008:

Orlofsdvöl á Löngumýri sumarið 2008

Í sumar dvöldu þrír hópar eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Ýmislegt var til gagns og gamans gert. Á hverjum morgni var helgistund í kapellunni og á eftir var farið í morgunleikfimi. Margir notfærðu sér líka sundlaugina sem er á staðnum.

Í öllum hópum var spilað BINGÓ og fóru margir heim með góða vinninga. Við höfðum sögustundir þar sem lesið var um þekkta einstaklinga eða þekkt málefni og á eftir voru umræður um efnið. Þessi þáttur var mjög vinsæll.

Á kvöldin var alltaf kvöldvaka og þá komu hópar eða einstaklingar úr Skagafirði í heimsókn og fluttu skemmtiefni. Má þar nefna t.d. Álftagerðisbræður sem komu í heimsókn í alla hópana, einsöngstónleika Ólafar Ólafsdóttur sópransöngkonu sem við fengum að njóta í fyrsta hópnum svo nokkuð sé nefnt.

Fyrstu tveir hóparnir fóru í ferð um Húnavatnssýslu. Keyrt var um Vatnsdal og einnig skoðuðum við heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og kirkjuna á Þingeyrum. Seinasti hópurinn fór um Fljótin til Ólafsfjarðar, Dalvíkur og Akureyrar.

Á Dalvík var skoðað Minjasafnið Hvoll og fannst öllum mikið til þess koma bæði er þar mikið af munum sem margir muna frá fyrri tíð og einnig er þar stofa sem geymir húsgögn og persónu- lega muni úr eigu Jóhanns Péturssonar Svarfdælings sem dvaldi seinustu æfiár sín á Dvalarheimilinu Dalbæ.

Á sama tíma og hópar eitt og tvö dvöldu fyrir norðan gengu bjarndýr á land í Skagafirði og vakti það mikla athygli. Ekkert bjarndýr kom á meðan hópur þrjú var fyrir norðan en við gátum bætt okkur það upp með því að skoða bjarndýr á minjasafninu á Dalvík.

Hópurinn sem var á Löngumýri 17. júní fór í guðsþjónustu í Sauðárkrókskirkju. Prestur var sr. Gunnar Jóhannesson. Á eftir var komið við í ísbúð og var af þessu bæði gagn og gaman.

 

Sjá myndir hér

Seinasti hópurinn fór í kvöldguðsþjónusti í Mælifellskirkju. Prestur þar var sr. Ólafur Hallgrímsson sem er okkur í orlofinu af góðu kunnur. Hann hefur komið til okkar í heimsókn nán- ast í alla hópa sem hafa dvalið á Löngumýri frá upphafi. Kór eldri borgara í sveitinni söng og leiddi almennan söng. Á eftir var farin svokölluð efri leið heim í blíðskapar veðri og sögðu sumir að aldrei hefðu þeir séð svo fallegt sólarlag eins og það sem við okkur blasti þessa kvöldstund.

Gunnar Rögnvaldsson forstöðumaður á Löngu- mýri var leiðsögumaður í öllum ferðum okkar og var einnig með okkur daglega í dagsránni. Það má með sanni segja að allir hópar fengu að njóta góðra daga meðan þeir dvöldu í orlofinu. Góður rómur var gerður að öllum aðbúnaði á Löngumýri og hlýju viðmóti starfsfólksins.

Að orlofinu standa Ellimálaráð Reykjavíkurpróf- astsdæma, Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Löngumýrarskóli. Auk starfsfólks á staðnum voru þær Valgerður Gísladóttir og Edda Jónsdóttir með umsjón með hópunum. Að þessu sinni voru einnig með okkur djáknanemar í starfsþjálfun þær Ásdís Blöndal og Margrét Gunnarsdóttir.

Sjá myndir hér

• 27. júní 2008:

Útiguðsþjónusta verður haldin að Nónholti
í Grafarvogi 6. júlí n.k.

Útiguðsþjónusta varður haldin að Nónholti í Grafarvogi 6. júlí
kl. 11:00 á vegum Grafarvogssafnaðar. Prestar verða séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karlsdóttir. Björn Erlingsson hafeðlisfræðingur flytur hugvekju. Kór Grafarvogskirkju syngur. Tónlist er í umsjá Aðalheiðar Þorsteinsdóttur organista.

Nónholti við Grafarvog er í fallegum skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog og hægt er að aka að staðnum. Að lokinni guðsþjónustu verða grillaðar pylsur og gos.

 


 Mynd: Séð frá Nónholti.

• 26. júní 2008:

Goslokamessa verður í Seljakirkju 6. júlí n.k.

Helgina 4. - 6. júlí n.k. verður þess minnst að 35 ár eru síðan gosi lauk í Heimaey. Mikil hátíðardagskrá verður í Eyjum alla helgina og verður mikið um dýrðir. En eins og gengur hafa ekki allir tök á því að sækja eyjarnar heim og því hefur verið ákveðið í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæð- inu (ÁtVR)að vera með goslokamessu í Seljakirkju í Breiðholti að þessu tilefni sunnud. 6. júlí kl. 20.00.

 

Verður eyjastemningin þar fyrirferðamikil og munu eyjapeyjarnir sr. Kristján Björnsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari og nokkrir félagar úr sönghóp ÁtVR leiða sönginn.

Að lokinni messu verður létt spjall, kaffi og konfekt og notaleg stemning.

• 25. júní 2008:

Sr. Guðni Már Harðarson valinn í Lindasókn

Valnefnd Lindasóknar lagði til á fundi sínum þann 23. júní að
sr. Guðni Már Harðarson verði skipaður prestur við Lindasókn og mun hann hefja þjónustu sína við söfnuðinn 1. september næstkomandi.

Sr. Guðni Már er fæddur í Reykjavík 1980 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands í febrúar 2006 og var vígður til prestsþjónustu

 

sem skólaprestur Kristilegu skólahreyfingar- innar KSH, þann 25. Júní 2006.

Hann hefur mikla reynslu af barna- og æskulýðsstarfi, sat m.a. í stjórn ÆSKR í 7 ár og starfaði lengi við Árbæjarkirkju auk þess að vera virkur í starfi KFUM.

Sr. Guðni Már er kvæntur og á eitt barn.

• 24. júní 2008:

Kirkjustarf yfir sumartímann

Yfir sumarmánuðina er annar bragur á kirkjustarfinu í prófasts- dæminu en yfir vetrartímann og helgast það meðal annars af sumarleyfum presta og starfsfólks kirknanna.

Prestarnir leysa hvorn annan af í sumarleyfum og einnig hafa sumir söfnuðir tekið sig saman og sameinast um helgihald á sunnudögum í sumar. Allar upplýsingar um messur, kyrrðar- stundir og annað helgihald má finna á heimasíðum hverrar kirkju og í Morgunblaðinu.

 


• 11. júní 2008:

Prestastefna í Seljakirkju

Dagana 10. - 12. júní er prestastefna Íslands haldin í Seljakirkju. Það er biskup Íslands sem boðar presta til synodus ár hvert þar sem mál- efni kirkjunnar eru rædd. Aðalefni prestastefnu að þessu sinni eru samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Presta- stefna hófst í gær með messu í Dómkirkjunni kl. 18.00. Gengið var í prósessíu frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar að kirkjunni.

 

Sr. Þorvaldur Víðisson, miðborgarprestur og sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur þjónuðu fyrir altari en sr. Ólafur Jóhanns- son, formaður Prestafélags Íslands predikaði. Ræður og pred- ikanir auk annarra upplýsinga frá Prestastefnu er að finna hér á vef Prestastefnunnar og þar má jafnframt finna myndir frá þessum viðburði.

• 30. maí 2008:

Orlofsdvöl eldri borgara að Löngumýri í Skagafirði að hefjast

Fyrsti hópurinn í orlofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði leggur af stað úr Reykajvík á komandi sunnudegi. Það er Valgerður Gísla- dóttir framkvæmdastjóri Ellimálaráðs sem hefur veg og vanda af orlofsdvölinni en þetta er fimmta sumarið sem farið er að Löngu- mýri. Um 28 manns komast í hvern hóp og er jafnan gerður góð- ur rómur að dvölinni enda bæði um góða hvíld og tilbreytingu að ræða.

 

Margt er til gamans gert þá viku sem hver hópur dvelur í Skagafirðinum en skipulögð dagskrá er á hverjum degi þar sem t.d. er spilað, sungið, farið í ferð um sveitina, á tónleikar eða farið til kirkju í nágrenninu.

Orlofsdvölin er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæmanna og Ellimálanefndar Þjóðkirkjunnar.

• 27. maí 2008:

Skemmtileg dagskrá á velheppnaðri uppskeruhátíð Ellimálaráðs

Ellimálaráð hélt sína árlegu uppskeruhátíð sl. fimmtudag 22. maí. Hátíðin var að þessu sinni haldin í Breiðholtskirkju og hófst hún með helgistund sem sr. Gísli Jónasson prófastur sá um. Að henni lokinni var farið í safnaðarheimilið þar sem viðstaddir snæddu kvöldverð sem stjórn E.R. hafði útbúið.

Ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá. Konur sem starfa í kirkju- starfi eldri borgara sýndu fatnað frá tískuversluninni Femin Fasion og bar þar hæst að sjálfsögðu vor og sumartískan.

Lítill smáhundur sýndi það nýjasta í hundafatatískunni, útilegu- fatnað, sparidress o.fl. Sérstakir gestir á hátíðinni voru Bergþór

 

Sjá myndir hér

Pálsson einsöngvari sem flutti okkur fagran söng við undirleik Julians Isaacs organista Breiðholtskirkju.

Kvöldið var allt hið ánægjulegasta og allir fóru heim glaðir og hressir.

Sjá myndir hér

• 24. maí 2008:

Öflugt og lifandi starf eldri borgara í Árbæjarkirkju

Það var gaman að koma á opið hús eldri borgara í Árbæjar- kirkju. Það var svo mikil gleði og kraftur í öllum, að vefarinn verður bara að vona að hann nái að verða löggildur eldri borgari, því það er engin spurning, að í svona glöðum hópi vill hann vera.

Þeir sem ekki voru að föndra stóðu við píanóið og sungu af hjartans list - og þeir sem voru að föndra sungu auðvitað með líka og "bergmálar enn". Stelpurnar voru í miklum meirihluta eða svona 99%, en það kom ekki að sök, því þær létu skátaforingjann syngja með.

Vefarinn sendir sínar bestu kveðjur í Árbæjarkirkju um leið og hann birtir þessar svipmyndir af opnu húsi þeirra, en síðasta

 

Sjá myndir hér

myndin sýnir væntanlega viðbyggingu við safnaðarheimilið, sem mun örugglega efla enn frekar hið frábæra starf sem þarna er unnið hjá kirkjunni.

Sjá myndir hér

• 21. maí 2008:

Messudagur og samvera í Hjallakirkju fyrir presta sem látið hafa af störfum

Sunnudaginn 25. maí verður messa í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 14 þar sem sérstaklega er boðið þeim prestum sem látið hafa af störfum í kirkjunni fyrir aldurs sakir eða af öðrum orsökum. Sr. Ólöf Ólafsdóttir prédikar og sr. Gísli Kolbeins og sr. Guðmundur Þorsteinsson fyrrv. dómprófastur, þjóna fyrir altari.

 

Jón Ólafur Sigurðsson organisti Hjallakirkju leikur á orgelið og leiðir kór kirkjunnar í söng. Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarsalnum og þar verður einnig tónlistar- atriði.

Fyrir nokkrum árum ákváðu prófastarnir í Kjalarnesprófastsdæmi og Reykjavíkurprófasts dæmum eystra og vestra að stofna til árlegs messudags með þessum hætti og að þessu sinni er það Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem býður prestum og mökum þeirra til þessarar samveru.

• 19. maí 2008:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldinn í Árbæjarkirkju mánudaginn 26. maí kl. 18. Fundurinn hefst með helgistund í umsjá presta Árbæjarkirkju en síðan verður fundur settur þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæm- isins, framlagning starfsskýrslna og reikninga, fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál.

 

Í starfsreglum um héraðsfundi segir svo: Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðs- fundi með málfrelsi og tillögurétt.

Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt, 2 fulltrúar frá hverri sókn og starfandi prestar og djáknar prófastsdæmisins.

• 16. maí 2008:

Uppskeruhátið Ellimálaráðs í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 22. maí

Öflugt starf er fyrir eldri borgara í kirkjum prófastsdæmisins yfir vetrarmánuðina. Nú er hins vegar því starfi að ljúka þennan veturinn og af því tilefni mun starfsfólk í öldrunarþjónustunni gera sér glaðan dag í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 22. maí.

Hátíðin hefst á helgistund í kirkjunni en síðan verður boðið upp á mat og skemmtiatriði í safnaðarsal kirkjunnar. Það er Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæmanna sem stendur fyrir hátíðinni.

 

Sjá myndir hér

Öflugt starf hefur ávallt verið hjá Ellimálaráði Reykjavíkurpróf- astsdæmanna og er þessi mynd tekin á vorhátíð þeirra í vor, en við birtum fljótlega myndir af þeirri fjölsóttu hátíð.

• 13. maí 2008:

Mömmumorgunn í Grafarvogskirkju

Það er svo mikið fjör í öllum hverfum og mömmumorgnar í kirkj- um prófastsdæmisins eru svo skemmtilegar að það er barasta hreint yndi að fá að heimsækja þessar samkomur og taka mynd- ir. Mömmurnar láta líka í sér heyra ef maður dregur að birta myndirnar, ýmist í gegnum prófastsdæmið, eða beint til vefar- ans, þar sem ein og ein mamman þekkir hann.

En núna er sumarið komið og þá dregur úr þessari starfsemi - en hefst svo aftur næsta haust í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Um leið og við birtum þessar myndir af mömmumorgni í Grafarvogs- kirkju, minnum við mæður á að setja í dagbókina svo þetta gleymist ekki.

 

Sjá myndir hér

Í Grafarvogi voru fjölmargir mættir og eftir samveru og hressingu hittust allir í litlu kapellunni og sungu saman fjörug barnalög og eins og þið sjáið á myndunum, skemmtu börnin sér vel.

Sjá myndir hér

• 10. maí 2008:

Mömmumorgunn í Lindakirkju

Við höldum enn einu sinni af stað í leitinni að mömmumorgnum í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Í þetta sinn er farið á syðstu mörk prófastsdæmisins og litið við í safnaðarheimili Lindakirkju, sem stendur við hliðina á kirkju- byggingu - sem er í byggingu.

Þrátt fyrir nokkurn hávaða fyrir utan af byggingaframkvæmdum, yfirgnæfði söngurinn það þegar að var komið. Hérna eru myndir af mömmum og börnum í Lindasöfnuði í Kópavogi.

Sjá myndir hér

 

Sjá myndir hér

• 5. maí 2008:

Öflugt starf eldri borgara í Grafarvogskirkju

Sjá myndir hér

 

Eldri borgurum leiðist ekki í Grafarvogi, vegna þess að í Grafar- vogskirkju er mjög öflugt starf fyrir þá auk þess sem maður er manns gaman þegar tekinn er slagur á meðan aðrir föndra og prjóna. Vefstjóri leit við hjá þeim einn dag i byrjun apríl og sá þessa skemmtilegu samverustund, sem eldri borgurum er boðið upp á í kirkjunni.

Vefstjóri segir fyrir sitt leiti að hann kvíðir því ekki að verða gamall ef hann kemst í tæri við svona skemmtilegar stundir með kirkjunni í sínu hverfi. Þar sem svona starf liggur niðri í sumum kirkjum yfir sumarið, viljum við hvetja fólk til að hafa samband við kirkjuna í sínu hverfi (sjá Tenglar í stikunni uppi) og fá upp- lýsingar um starfið næsta vetur.   Sjá myndir hér


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar

eXTReMe Tracker