Viðburðir og fréttir í nóvember 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 25. nóvember 2010:

Fyrsti sunnudagur í aðventu hátíðlegur í kirkjum prófastsdæmisins

Aðventusamkomur hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífi og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undirbúnings jóla. Vonandi verður það svo einnig í ár. Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að fjölmenna í kirkjur prófastsdæmisins og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins.

Árbæjarkirkja:

Fyrsta sunnudag í aðventu verða tvær mess- ur. Sunnudagaskólinn er kl. 11.00 sem er hátíðarstund, þegar tendrað er á fyrsta ljósi aðventukransins Spádómakertinu.

Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14.00 (ath. breyttur messutími). Stórsveit Öðlinga spilar fyrir messu. Sveitina skipa einvalalið tónlist- armanna. sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Ósk- arsdóttir þjóna fyrir altari. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.

Breiðholtskirkja:

Þennan dag verða tvær athafnir í Breiðholts- kirkju. Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr TTT starfinu aðstoða í messunni, setja m.a. upp líkan af fjárhúsinu í Betlehem og við tendrum fyrsta kertið á aðventukrans- inum. Broskórinn syngur og sögð verður saga sem á erindi bæði við börn og fullorðna.

Kl. 20 verður aðventuhátíð safnaðarins þar sem boðið er uppá fjölbreytta dagskrá, sem miðuð er við alla fjölskylduna. Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breiðholtskirkju og Eldri barnakórinn flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organ- istans, Julian Edward Isaacs. Gunnhildur Halla Bragadóttir syngur einsöng. Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Anna Halldóra Snorradóttir leika á flautur, fermingarbörn flytja helgileik og Júlíus Thorarensen, fv. verslunarmaður og formaður Kórs Breiðholtskirkju flytur aðventuhugleiðingu. Hátíðinni lýkur með helgistund við kertaljós þar sem barnakórinn leiðir sönginn.

Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu og ferming-arbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálpar-starfi kirkjunnar.

 

Digraneskirkja:

Fyrsta sunnudag í aðventu verður messa kl. 11 og aðventuhátíð klukkan 20. Prestur í messunni er Sr. Gunnar Sigurjónsson, organ- isti Zbigniew Zuchowicz og kór Digranes- kirkju syngur. Sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjón Þórunnar Arnardóttur.

Aðventuhátíð verður klukkan 20 með kór Digraneskirkju „Frá myrkri til ljóss“. Fjórði vitringurinn, leiklestur með tónlist. Stórtón- leikar með einleik og fjölbreyttum tónlistar- atriðum.

Kaffisala í safnaðarsal til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Veitingar bjóða Digranessöfnuður og Reynisbakarí.

Fella- og Hólakirkja:

Fyrsta sunnudag í aðventu verður guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einars- dóttur organista. Kvenfélagskonur úr kvenf. Fjallkonurnar tendra fyrsta ljós á aðventu- kransinum. Sunnudagskóli á sama tíma. Það verður eitthvað „Leyndó“. Umsjón Þórey D.Jónsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

Aðventukvöld kirkjunnar hefst kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson leiðir stundina. Kór kirkj- unnar syngur ásamt Listasmiðjunni Litróf. Organisti Guðný Einarsdóttir. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Mennta- skólans á Akureyri flytur hugleiðingu. Mikill almennur söngur og hátíðleg stund.

Allt eru þetta miklir listamenn sem margir hafa náð langt í list sinni. Tónleikarnir verða betur auglýstir síðar. Aðgangur eru ókeypis að tónleikunum og hefjast þeir kl. 20.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum sóknanna í dálki hér hægra megin á síðunni.

• 22. nóvember 2010:

Betri tíð - upplýsingatorg fyrir atvinnuleitendur var opnaður í gær

Heimasíðan Betri tíð, var formlega opnuð í gær, en hún miðar að því að koma upplýsing- um á framfæri á sem aðgengilegastan hátt fyrir atvinnuleitendur á höfuðborgarsvæð- inu. Þau sem leita starfa þurfa gjarnan að afla sér upplýsinga úr mörgum ólíkum áttum.

Síðan miðar að því að safna þessum upplýs- ingum saman á aðgengilegan hátt til að auð- velda atvinnuleitendum sitt krefjandi verk- efni.  Messa var jafnframt í Guðríðarkirkju á síðasta sunnudags kirkjuársins, 21. nóvem-ber, sem var í gær, og var hún helguð atvinnuleit og atvinnuleitendum og bar hún yfirskriftina “Bráðum kemur betri tíð”.

Hugmyndin að heimasíðunni varð til á fund- um fyrir atvinnuleitendur, í Guðríðarkirkju veturinn 2008-2009, þar sem fólki varð tíð-rætt um erfiðleika við að leita sér upplýsinga um ráðgjöf, tækifæri, tómstundir og annað sem stendur atvinnuleitendum til boða.

 

Í framhaldi af þessum samtölum spratt upp hugmyndin að setja upp vefsíðu, þar sem atvinnuleitendur hefðu greiðan aðgang að upplýsingum og finndu svör við spurningum um allt hvaðeina sem varðaði stöðu þeirra.

Steinvör A. Haraldsdóttir bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, MLIS setti upp vefinn og annast vefumsjón, en verkefnið styrktu Héraðssjóður Reykjavíkurprófastdæmis eystra og ASÍ.

• 19. nóvember 2010:

Ef þú heyrir munt þú lifa - Tómasarmessa á sunnudagskvöld kl. 20:00

Þriðja Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 21. nóvember, kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borg- arinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin og verður sami háttur hafður á í vetur.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafn- an þátt í undirbúningi og framkvæmd mess- unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

 

Umfjöllunarefni þessarar messu verður: Ef þú heyrir munt þú lifa. Gestir í þessari messu verða þau tónlistarhjónin Íris Lind Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson og sömuleiðis söngkonan Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.

• 15. nóvember 2010:

Engill í glugga – leiðir til innihaldsríkrar aðventu

Aðventan nálgast með sínum tækifærum til uppbyggingar og endurnýjunar en einnig hættu á streitu og þreytu. Hvaða leiðir eru til þess að skapa innihaldsríka aðventu sem styrkir andann og mýkir hjartað? Á námskeið- inu verður fjallað um hvað aðventa er og hvaða leiðir hægt sé að fara til þess að þessi tími kirkjuársins verði gefandi og styrkjandi.

Námskeiðið verður miðvikudaginn 24. nóvem- ber í Breiðholtskirkju frá kl. 19.00 - 21.00. Boðið er upp kaffihressingu. Það er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Kennarar eru sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Námskeiðið er haldið á vegum Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar. Skráning fer fram í gegnum net- fangið: kristin.arnardottir@kirkjan.is.

• 11. nóvember 2010:

Málþing um nýsköpun í þjónustu við eldri borgara

Málþing um nýsköpun í þjónustu við eldri borgara verður haldið á Grand Hótel Reykja-vík, mánudaginn 15. nóv. 2010 kl. 13.30 - 17. 

Í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ, Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd HÍ, Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði HÍ, Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum, félags-og trygginga-málaráðuneytisins og Landssambands eldri borgara.

Þátttökugjald er kr. 2.900,  en 1.500 fyrir líf-eyrisþega (kaffi og meðlæti innifalið).

Sjá nánar dagskrá málþingsins hér.

 

Á málþinginu verður fjallað um þjónustu við aldraðra einstaklinga sem búa sjálfstæðri bú- setu á eigin heimili en þarfnast stuðnings og aðstoðar aðstandenda og ef til vill einnig opinberra eða sjálfstæðra aðila. Áhersla er lögð á nýjungar, nýbreytni og nýsköpun í stuðningi og þjónustu við þennan hóp aldraðra.

Jafnframt er fjallað um þjónustu við aldraða í heimahúsum í samhengi við söguna, skipulag þjónustu og stefnumótun til framtíðar. Horft er til hugtakanna: VAL, SJÁLFRÆÐI, ÖRYGGI, STUÐNINGUR, EFTIRLIT í þjónustu við aldraða einstaklinga í heimahúsum

• 9. nóvember 2010:

Nýjung í Lindakirkju á laugardögum - Pabbamorgnar frá 9.30 - 12.00

Pabbamorgnar verða haldnir í Lindakirkju á laugardögum frá 9:30-12. Pabbamorgnar er góð og skemmtileg leið til að brjóta upp daginn og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum, hitta aðra pabba og njóta góðs félagsskapar.

Á boðstólnum verður kaffi og létt snarl. Nýtum tækifærið og gerum okkur góða morgunstund með börnunum okkar. Skiptið kostar 150 krónur.

Fyrsti pabbamorguninn verður næsta laugar-

 

dag, 13. nóvember kl. 9:30. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri! Allir eru velkomnir.

• 5. nóvember 2010:

Þau voru ljós á leiðum okkar - Tónlistardagskrá við kertaljós

“Þau voru ljós á leiðum okkar” er heitið á viðamikilli tónlistardagskrá við kertaljós í minningu ástvina sem haldin verður sunnu- daginn 7. nóvember n.k. í Fossvogskirkju og hefst dagskráin kl. 14.

Klukkan 14 leika Matthías Birgir Nardeu óbó- leikari og Krisztina Kalló Szklenár organisti og á eftir verður hugvekja sem sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur. Klukkan 14.30 leika syngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöng- kona við undirleik Antonia Hevesi píanista og á eftir því verður sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir aftur með hugvekju.

 

Klukkan 15 leika þau Martial Nardeu flautu- leikari og Krisztina Kalló Szklenár organisti og á eftir er hugvekja sem sr. Hans Markús Haf-steinsson flytur. Að lokum, klukkan 15.30 syngur Ellen Kristjánsdóttir söngkona við undirleik Tómasar Eggertssonar organista.

Þessi tónlistardagskrá er í boði Reykjavíkur-prófastsdæma og Kirkjugarða prófastsdæm-anna. Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Friðarkerti Hjálpar-starfs kirkjunnar eru til sölu við Fossvogs-kirkju. Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju.

• 3. nóvember 2010:

Fermingarbörn um allt land safna til vatnsverkefna

Fermingarbörn úr 65 sóknum í öllum lands- hlutum ganga í hús á tímabilinu 1.-9. nóvem- ber milli kl 17:30 og 21 og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þrem löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Starfsfólk kirkjunnar fræðir um 3.000 ferm-ingarbörn um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Mörg þeirra hittu Stephen og Charity frá Úganda sem heimsóttu fermingarbörn um allt land og sögðu frá lífi sínu og aðstæðum.

 


Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin. Í fyrra söfnuðu fermingarbörn 8,2 milljónum króna.
• 1. nóvember 2010:

Hátíðarguðsþjónusta og afmælistónleikar í Seljakirkju

Um þessar mundir er Seljasöfnuður þrjátíu ára. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun safnaðarins hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ætlunin er að minnast tímamótanna 7. og 8. nóvember n.k. En þann 7. nóvember verður sérstök hátíðarguðsþjónusta þar sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar.

Að kvöldi mánudagsins 8. nóv. verða afmælis- tónleikar í kirkjunni þar sem fram munu koma tónlistarmenn sem eiga það allir sammerkt að hafa fermst á vegum Seljasafnaðar.

 

Allt eru þetta miklir listamenn sem margir hafa náð langt í list sinni. Tónleikarnir verða betur auglýstir síðar. Aðgangur eru ókeypis að tónleikunum og hefjast þeir kl. 20.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker