Viðburðir og fréttir í desember 2010

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúní • Júlí • Ágúst • September • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 15. desember 2010:

Fjölmenni á aðventutónleikum í safnaðarheimilinu Borgum

Á aðventunni hefur verið líflegt kirkjustarf og tónlistarlíf í kirkjum prófastsdæmisins og má merkja aukna kirkjusókn í öllum kirkjum þetta árið. Tónlistarlífið hefur svo sannar- lega verið líflegt líka og í kvöld leit ritstjóri við í Safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogs- kirkju, þar sem aðventutónleikar fóru fram.

Tónleikarnir hófust með því að Kór Kópa- vogskirkju söng nokkur lög undir stjórn Lenku Mátéofá, m.a. Með gleðitraust og helgum hljóm; Kom englafjöld og María fer um fjallaveg. Þá kom tónlistarprógramm með Elísabetu Waage sem lék á hörpu, Guðrúnu S. Birgisdóttur sem lék á flautu og sópran-söngkonurnar Elísabet Einarsdóttir og Þór-unn Elín Pétursdóttir sungu.

 

Ásta Ágústsdóttir flutti hugvekju og síðan tók Kór Kópavogskirkju aftir við að syngja jólasöngva. Boðið var upp á piparkökur og súkkulaði og var hvert sæti skipað og samt var mörgum stólum bætt við til að koma sem flestum gestum þægilega fyrir.

Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með dag-skrárviðburðum í kirkjunum, en það sem er á döfinni hjá þeim má finna t.d. hérna í vinstri dálki á síðunni sem og á heimasíðum hverrar kirkju fyrir sig.

• 9. desember 2010:

Skemmtileg jólasúpusamvera var fyrir eldri borgara í Lindakirkju

Í hádeginu í dag, 9. desember, voru eldri borgarar í kirkjustarfi Lindakirkju með sína vikulegu súpusamveru í hádeginu, nema að þessu sinni var það jólasúpusamvera og þá var eitthvað annað en súpa og brauð í matinn, því þessi flotti jólamatur var eldaður í mannskapinn og líkaði vel.

Prestarnir, séra Guðmundur Karl Brynjarsson og séra Guðni Már Harðarson voru gestgjaf- arnir og þeir geta verið ánægðir með hvað starfið í sókninni er kraftmikið á allan hátt, hvort sem um er að ræða kirkjustarf eldri borgara, barna- og unglingastarfið, kórastarf, mömmumorgnar og auk þess eru þeir byrjað- ir að hafa pabbamorgna á laugardögum.


 

Eftir matinn leit Ómar Ragnarsson inn og söng með gestum eins og honum er lagið. Séra Guðmundur Karl kynnti hann aðeins, þótt varla þurfi að kynna þann ágæta mann, með því að tala um fyrstu hljómplötuna sem hann eignaðist sem kornabarn, "Krakkar mínir komið þið sæl" með Ómari, sem hann heldur enn mikið upp á. Hann kom með plötuna með sér og bað Ómar um að árita hana fyrir sig.

Eftir að Ómar hafði sungið fyrir gestina var hlutavelta og hlutu margir góða vinninga í þeirri veltu. Vef-fréttasníkir þakkar fyrir matinn og skemmtileg kynni í hádeginu og mun örugglega kíkja við þarna aftur - sem kaffi- og kökusníkir, um leið og hann tekur næst myndir af kirkjustarfi þeirra. Myndir >>

• 6. desember 2010:

Jól í skugga ástvinamissis - samvera í Grafarvogskirkju 9. desember

Aðventan og jól eru oftast erfiður tími fyrir þá sem syrgja. Hinar margvíslegu jóla- og fjölskylduhefðir sem tengjast þessum árstíma gera sorgina og missinn jafnvel sárari þegar skarð hefur verið höggvið í hópinn.

Mörg undanfarin ár hafa Landspítalinn, Þjóð- kirkjan, Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjón- usta og nú síðast Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð staðið fyrir samveru sér- staklega ætlaða þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Að þessu sinni verður samveran er fyrir alla fjölskyld- una og opin öllum.

Dagskrá:

Valgerður Hjartardóttir, djákni og sr. Halldór Reynisson leiða samveruna. Sr. Halldór Reyn- isson flytur hugvekju. Jólasálmar. Tónlist flytur Hákon Leifsson organisti. Hamrahlíðar- kórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Minningarstund; ljós tendruð til að minnast látinna ástvina.

 

Veitingar í lokin. Samveran er túlkuð á tákn- mál af Sr. Miyako Þórðarson og Margréti Baldursdóttur, táknmálstúlki.

Starfsfólk frá eftirtöldum aðilum taka þátt í samverunni:

Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu,

Landspítala háskólasjúkrahúsi, Nýrri dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð og Þjóð-kirkjunni. - Allir eru hjartanlega velkomnir.

• 3. desember 2010:

Gerðubergskórinn syngur við messu í Breiðholtskirkju á sunnudaginn

Sunnudaginn 5. desember, annan sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd.

Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félags- starfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 11, en sú skemmtilega hefð hefur skapast, að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð.

Gerðubergskórsins er Kári Friðriksson. Einnig munu þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðu- bergi lesa ritningarlestra og bæn og tendra ljósin á aðventukertunum.

 

Að venju verður sunnudagaskólinn samtímis messunni. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðar-heimilinu og verður þá væntanlega jafnframt spilað og sungið að hætti gestanna úr Gerðubergi.

Það er von okkar, að sem flestir safnaðar- meðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni.

• 1. desember 2010:

Annar sunnudagur í aðventu hátíðlegur í kirkjum prófastsdæmisins

Hjallakirkja:

Guðsþjónusta kl. 11. Börn úr Snælandsskóla koma og syngja. Sr. Sigfús Kristjánsson þjón- ar. Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og leiðir söng og messusvör ásamt félögum úr kór Hjallakirkju.

Sunnudagaskóli kl. 13 með hefðbundnu sniði í umsjón Sigfúsar og Þráins.

Seljakirkja:

Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, biblíusaga og fjársjóðskistan á sínum stað. Kveikt verð- ur á Betlehemskertinu á aðventukransinum.

Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Aðventutónleikar Karlakórsins Fóstbræðra kl. 17. Stjórnandi er Árni Harðarson og undir- leikinn annast Tómas Guðni Eggertsson. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur hugvekju. Ókeypis aðgangur.

 

Kópavogskirkja:

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn verður í kirkjunni í umsjón sr. Sigurðar og Þóru Marteinsdóttur.

Lindakirkja:

Sunnudagaskóli kl. 11. Pönnukakan hennar Grýlu. Frábær brúðusýning í flutningi Bernd Ogrodnik. Sætaferðir úr Boðaþingi kl. 10:50.

Guðsþjónusta kl. 14. Samkór Kópavogs syng- ur undir stjórn Björns Thorarensen. Séra Guðni Már Harðarson þjónar.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker