Viðburðir og fréttir í febrúar 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 25. febrúar 2010:

Jesús og brauðmolarnir - Tómasarmessa í Breiðholtskirkju 28. febrúar

“Jesús og brauðmolarnir” er þemað á Tómasarmessunni sem haldin verður í sjötta sinn á þessum vetri í Breiðholtskirkju sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.


 

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

• 23. febrúar 2010:

Söngsamverustund eldri borgara í safnaðarheimilinu Borgum

Eldri borgarar í Kópavogi hafa alltaf verið dug- legir að mæta í kyrrðarstundirnar í Kópavogs- kirkju sem haldnar eru í hádeginu á þriðju- dögum og flestir mæta strax á eftir í söngsam- verustund eldri borgara í safnaðarheimilinu Borgum. Síðasta þriðjudag mætti fréttasnáp- ur þangað, minnugur skemmtilegu heimsókn- arinnar í apríl 2008 sem sjá má hérna.

Mjög margir voru mættir að venju í þetta sinn og stjórnaði sr. Sigurður Arnarson sam- verunni, en hann er eins og allir vita núna, nýi presturinn í Kársnesprestakalli. Þau voru með þorramat í byrjun samverustundarinnar og fengu sér síðan bollu og kaffi á eftir, en bolludagurinn var einmitt þennan dag.

Gestur fundarins átti að vera Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri HSÍ, en vegna undir- búnings fyrir stórt mót sem væntanlegt er í Egilshöll komst hann ekki. Sr. Sigurður bjargaði því auðveldlega með því að ræða um tímann sinn í London, þar sem hann var sendiráðsprestur í nokkur ár. Hann fjallaði m.a. um “The Tube”, neðanjarðalestakerfið og hryðjuverkaárásirnar þar á sínum tíma og nefndi m.a. að ef menn drægju línu á milli staðanna sem sprengingarnar áttu sér stað, myndaði það kross.


 

Eftir að fréttasnápur hafði rölt aðeins um, fengið sér kaffi og bollu, tók hann myndir og rabbaði við gesti, sem hann þekkti frá því að hann var 10 ára, en Margrét Ákadóttir, móðir Einars Þorvarðarsonar og Bryndís Péturs- dóttir, móðir sr. Sigurðar Arnarssonar bjuggu einmitt við hliðina á honum á Hjarðarhaga, en þá var sr. Sigurður rétt nýfæddur. Einnig hitti hann Rannveigu Löve, sem var kennari hans einn vetur í Melaskólanum og voru þetta skemmtilegir endurfundir, sem er jú eitt af markmiðum þess að vera með þessar sam- verustundir í Borgum og öðrum kirkjum.

Þar sem ég var ekki með myndbandsupptöku- tæki í þetta sinn með mér, læt ég upptökuna frá því í apríl 2008 fylgja hér með sem síðustu mynd fyrir ofan, til að gefa hugmynd um skemmtanagildið með samverustundinni, en þá voru Borgir í gamla safnaðarheimilinu. Að lokum hvet ég alla til að drífa sig næst þegar kyrrðarstund og samverustund eldri borgara er í kirkjunni í þeirra sókn – eða jafnvel heimsækja aðrar sóknir, því allir eru hjartanlega velkomnir.   Sjá hér myndir » »

• 19. febrúar 2010:

Námskeið um gleðina - hefst 23. feb. kl. 18:00-19:30 og er 4 skipti

Hefur þú áhyggjur og finnst þér stundum erfitt að líta björtum augum á tilveruna? Vilt þú auka gleðina í lífi þínu og/eða langar þig til þess að rækta trúna betur?

Ef eitthvað af ofannefndu á við þig gæti þetta námskeið hentað þér.

Á námskeiðinu verður fjallað um gleði og hamingju og hvað það er sem eykur lífsgleði fólks. Sérstaklega er fjallað um áhrif trúar- innar á lífshamingjuna og hvað Biblían hefur að segja um það. Kynntar eru markvissar leiðir til þess að efla gleðina í eigin lífi og þar á meðal „best geymda leyndarmálið“ um hvernig má öðlast hamingjuríkt líf.  

Kennarar á námskeiðinu eru sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Bryndís Malla Elídóttir.

 

• Námskeiðið hefst þriðjud. 23. feb. og lýkur
  16. mars og er frá kl. 18.00-19.30 (4 skipti).
• Námskeiðið verður haldið í nýju safnaðar-
  heimili Kársneskirkju í Kópavogi
  (gegnt Salnum og Gerðarsafni).
• Létt hressing er í boði.
• Það er opið öllum og þátttakendum
   að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram í gegnum síma Breiðholtskirkju í síma 587-1500 eða með tölvupósti á profaust@centrum.is eða hjá Leikmannaskóla kirkjunnar kristin.arnardottir@kirkjan.is, sími 528 4000. Námskeiðið er samstarfsverkefni Reykjavíkurprófastsdæmanna og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar.

• 16. febrúar 2010:

Fjörugur frímerkjaklúbbur er í Seljakirkju alla þriðjudaga kl. 17

Á þriðjudögum hittist áhugafólk á öllum aldri um frímerki og frímerkjasöfnun í Seljakirkju. Þegar fréttasnápur leit við í dag voru nokkrir yngri þátttakendur mættir með frímerkja- safnið sitt og voru að raða því skipulega og bæta inn nýjum frímerkjum.

Þessi frímerkjaklúbbur var starfræktur fyrir fjölmörgum árum í kirkjunni en starfsemin lagðist niður um tíma en hóf aftur göngu sína í haust. Jón Zalewski er leiðbeinandi en for- eldrar aðstoða líka og er móðir einnar stelp- unnar sem þarna var, frímerkjasafnari og var í klúbbnum hér áður fyrr. Hún mætti einn daginn með frímerkjasafnið sitt – upp á einar átta troðfullar bækur af frímerkjum. Þetta er gefandi og fréttasnápur man eftir þeim tíma þegar hann dundaði við þetta.

 

Hann á einhvers staðar í bílskúrnum fulla frímerkjabók og hver veit nema hann leiti bókina uppi og mæti sjálfur einn daginn í frímerkjaklúbbinn og taki upp fyrri iðju í frímerkjasöfnuninni.

Fólk getur hjálpað með því að safna saman umslögum frá jólakveðjunum og öðrum bréf- um og gefa klúbbnum til að vinna úr. Eitt er að fá frímerki á umslagi og svo er það listin að ná því af – yfir gufu, án þess að frímerkið skemmist. T.d. verða takkarnir umhverfis að halda sér og vera án krumpu.

Frímerkjaklúbburinn er öllum opinn og börn og fólk á öllum aldri geta mætt í Seljakirkju á þriðjudögum kl. 17 – 19.

Sjá hér myndir úr frímerkjaklúbbnum »

• 11. febrúar 2010:

Þér er boðið frítt á leiksýninguna um Bólu Hjálmar 14. febrúar kl. 17

Reykjavíkurprófastdæmi eystra býður eldri borgurum og öllum þeim sem áhuga hafa á leiksýninguna um Bólu Hjálmar í uppsetningu Stopp-leikhópsins en sýningin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Sýningin verður sunnudaginn 14. febrúar klukkan 17 í Fella- og Hólakirkju. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Söguþráður: Hjálmar Jónsson var kotbóndi á Norðurlandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Fátækur og smáður þurfti hann að þola yfirgang betur settra bænda, fyrirlitningu sveitunga sinna og linnulitlar dylgjur um óheiðarleika og þjófnað. Enda bjó hann yfir vopni sem allir óttuðust.

 


• 5. febrúar 2010:

Bænin - farvegur blessunar í lífi og starfi - námskeið 9. feb. kl. 18-21

Þriðjudaginn 9. febrúar n.k. verður haldið í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju námskeið undir yfirskriftinni ”Bænin - farvegur bless- unar í lífi og starfi”. Fjallað verður um bænin bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Kynntar verða ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig við getum eignast innihaldsríkt bæna- líf í önnum og amstri dagsins. Einnig verður fjallað um hvernig bænin og bænalíf tengist starfi okkar í kirkjunni.

Námskeiðið er haldið í samstarfi Reykjavíkur- prófastsdæma og Fræðslusviðs Biskupsstofu. Eruð þið hvött til að merkja nú þegar við þetta þriðjudagssíðdegi og taka þátt í námskeiðinu sem veitir okkur leiðsögn og uppbyggingu í starfi okkar í kirkjunni.

Námskeiðið hefst kl. 18 og lýkur kl. 21.

 

Sjá nánar dagskrá námskeiðsins hér »

• 3. febrúar 2010:

Að ná áttum og sáttum - Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda hefst fimmtudaginn 4. febrúar með opnum fyrir- lestri um skilnaði og áhrif þeirra. Þá verður boðið upp á sjálfstyrkingarhóp sem mun hittast einu sinni í viku í sjö vikur.

Umsjón hafa sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju og sr. Arna Ýrr Sigurðar- dóttir, prestur í Langholtskirkju. Skráningar í Grafarvogskirkju í síma 587 9070 og með netpósti til srgudrun@grafarvogskirkja.is og arna.yrr.sigurdardottir@kirkjan.is.

 


• 1. febrúar 2010:

Mömmumorgnar eru hafnir að nýju í Borgum við Kópavogskirkju

Nú, eftir að nýtt safnaðarheimili hefur verið tekið í notkun við Kópavogskirkju hefur tækifæri gefist til að hefja aftur þar mömmu- morgnana þar, eða Fjölskyldumorgna eins og þeir kalla það. Auðvitað eru pabbarnir líka velkomnir með börnin og í umræðurnar með mömmunum. Börnin hafa þar nóg fyrir stafni við leik blunda úti í vagni á meðan.

Borgir eru staðsettar fyrir neðan Kópavogs- kirkju, skáhald á móti Salnum og Gerðusafni og eru mömmumorgnarnir þar á fimmtudögum frá kl. 10 – 12. Annar hver fimmtudagur er almennt opið hús hjá þeim en fimmtudagana á móti eru ýmsir gestir fengnir í heimsókn til að kynna vöru og þjónustu eða kenna foreldrunum eitt og annað.

 

N.k. fimmtudag, 4. febrúar, mun t.d. Harpa Káradóttir förðunarfræðingur koma og fræða konur um listina að farða sig og hálfum mán- uði síðar, 18. feb. mun Alma Guðjónsdóttir, sjúkraþjálfari ræðir um grindargliðnun og hreyfingu fyrir nýbakaðar mæður.

Við hvetjum mæður að líta við og fá sér kaffi og meðlæti um leið og börunum gefst tæki- færi til að sprikla aðeins á gólfinu, á meðan mömmur læra eitt og annað gagnlegt.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker