Viðburðir og fréttir í apríl 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 27. apríl 2011:

Messuþjónahátíð í Grensáskirkju fimmtudagskvöldið 12. maí kl. 20

Messuþjónahátíð verður haldin fimmtudags- kvöldið 12. maí kl. 20 í Grensáskirkju. Hátíðin er einkum ætluð starfandi messuþjónum og prestum safnaða þar sem messuhópa er að finna en þau sem hafa áhuga á að stofna messuhópa í sínum söfnuði eru velkomin.

Tilgangurinn er að ræða saman og fagna liðnum vetri og horfa fram á veginn.

 


• 20. apríl 2011:

Sjöunda og jafnframt síðasta Tómasarmessan á þessu starfsári verður haldin í Breiðholtskirkju að kvöldi annars páskadags, 25. apríl, kl. 20

Tómasarmessan í Breiðholtskirkju hefur unn- ið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en þær eru haldnar síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin. Þema messunnar verður “Að hverjum leitar þú?”

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Samband íslenskra kristni- boðsfélaga, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Allir eru velkomnir.

 

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undir- búningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 18. apríl 2011:

Listasmiðjan Litróf frá Fella- og Hólakirkju hlýtur Samfélagsverðlaunin

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Samfélagsverðlaunin, sem eru veitt í fjórum flokkum en auk þeirra voru veitt heiðursverðlaun.

Vel á fjórða hundrað til- nefninga bárust frá lesendum Fréttablaðsins en markmið Samfélagsverðlaunanna eru að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu.

Listasmiðjan Litróf frá Fella- og Hólakirkju hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum fyrir að vinna að vináttu barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum.

 

Listasmiðjan Litróf hefur starfað frá árinu 2007 og í dag eru um 70 stúlkur skráðar í listasmiðjuna Litróf. Nafnið "Litróf" vísar til fjölbreytileika mannlífsins. Yngstu þátttak- endur eru 9 ára en elstu eru á 16 aldursári sem eru íslensk börn og börn innflytjenda.

Öll fréttin hér og myndband með Litrófi.

• 15. apríl 2011:

Fjölmennt í árlegri föstuguðsþjónustu í Grensáskirkju á miðvikudaginn

Árleg föstuguðsþjónusta Reykjavíkurpófasts- dæma var haldin í Grensáskirkju miðvikudag- inn 13. apríl kl. 14. Margir mættu til að hlýða á orð Guðs og Söngfuglana, sem er kór félagsstarfs eldri borgara, undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, organista og kórstjóra.

Prestur var séra Ólafur Jóhannsson sóknar- prestur og annaðist hann predikun. Ritninga- lestrar voru í höndum Eddu Kristjánsdóttur og Sverris Kolbeinssonar. Organisti var Gróa Hreinsdóttir og stjórnaði hún Söngfuglunum sem leiddi sönginn í kirkjunni.


 

Lokaorð flutti Valgerður Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurpróf- astsdæmanna. Að guðsþjónustu lokinni bauð sóknarnefnd Grensássóknar viðstöddum að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.

Sjá hér myndir úr föstuguðsþjónustunni »

• 13. apríl 2011:

Kirkjustarf eldri borgara í Fella- og Hólakirkju alltaf fjölsótt

Það er ávallt fjölsótt kirkjustarf aldraðra í Fella- og Hólakirkju sem og í öðrum kirkjum. Dagskráin hefst kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum, sem opin er öllum sóknar- börnum. Síðan er í safnaðarheimilinu súpa og brauð og skipulögð dagskrá þar á eftir.


 

Þegar annar ritstjóri vefsins leit við þar í gær var kyrrðarstundin búin og fólkið að fá sér hressingu á undan dagskrá sem á eftir fylgdi. Senn fer kirkjustarf aldraðra í sumarleyfi en síðan hefst það aftur í haust.

• 11. apríl 2011:

Bænadagar og páskar í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Fjölbreytt helgihald er í kirkjum prófasts- dæmisins um bænadaga og páska. Á skírdags- kvöld er víða messað kl. 20 þar sem minnst er síðustu kvöldmáltíðarinnar sem Jesús átti með lærisveinum sínum.

Í Digraneskirkju verður trúarlegt ferðalag í helgihaldi á skírdag (21. apríl) kl. 20, sem er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem að söfnuðurinn kemur saman um kvöldið til þess að eiga samfélag um borð Guðs. Altaris- sakramentið verður fram borið með sérbök- uðu ósýrðu brauði og bergt af sameiginleg- um kaleik. Síðan hægt að taka þar þátt í páskavöku sem hefst kl. 22 á laugardagskvöldi við eldstæði utan við kirkjuna.

 

Upprisu frelsarans er síðan fagnað með hátíðarmessum á páskadag þar sem víða er messað við sólarupprás kl. 8. Nánari upplýsingar um helgihald má finna hér í dálknum „Á döfinni“ hér vinstra megin á síðunni sem og á heimasíðum sóknanna.

• 7. apríl 2011:

Að starfa í kirkjunni VIII - Námskeið um grunnþætti siðfræðinnar

Dagana 5. og 12. apríl verður haldið í Grafar- vogskirkju á vegum Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar og Reykjavíkurprófastsdæma nám- skeið undir yfirskriftinni  "Að starfa í kirkj-unni VIII – Grunnþættir siðfræðinnar".

Á námskeiðinu verður fjallað um grunnþætti siðfræðinnar. Farið verður yfir meginatriði í sögu siðfræðinnar, fjallað um grunnhugtök í siðfræði og síðan inntak kristinnar siðfræði. Einnig verður fjallað um mun á siðfræði og siðferði og þetta tvennt síðan skoðað í sam- hengi við daglegt líf okkar. Í framhaldi af því verða síðan nokkur siðferðileg álitamál reif- uð og rædd.

Umsjón hefur sr. Halldór Reynisson prestur.

 

og verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Námskeiðið er haldið þriðjudagana, 5. apríl og 12. apríl, kl. 18.00 - 21.00 í Grafarvogs-kirkju. Boðið verður upp á léttan kvöldverð á námskeiðinu.

• 4. apríl 2011:

Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs aldraðra í Grensáskirkju 13. apríl kl. 14

Kirkjustarf aldraðra verður með föstuguðs- þjónustu í Grensáskirkju miðvikudaginn 13. apríl n.k. kl. 14. Prestur verður sr. Ólafur Jóhannsson.

Söngfuglar, kór félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík, syngur og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri er Gróa Hreinsdóttir. Eftir Guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í boði Grensássóknar. Allir eru velkomnir.

 Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker